Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 40
162 N ÁTT Ú RU F RÆÐ ÍNGURINN Leifur A. Símonarson: Steingervingur á flækingi Vorið 1972 barst mér í hendur lítill steinn, sem mér þótti nokk- uð merkilegur. Steinn þessi fannst sumarið 1967 á malarhól rétt vestan við brúna yfir Vatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd. Fundar- staðurinn er um það bil 15 m frá veginum og í því næst 400 m fjarlægð lrá sjó. Finnandi var Halldóra Kristjánsdóttir, 11 ára gömul, dóttir Kristjáns Baldvinssonar, læknis, sem þá var búsettur í Svíþjóð. Kann ég Kristjáni beztu þakkir fyrir að senda mér stein- inn. í steini þessum er dökkgrá tinna. Sums staðar í smáholum má sjá leifar af kalki, en tinna finnst aðallega í kalklögum frá krítar- tímabilinu og einkum í sjálfri krítinni. Þá finnst og allmikið af henni í daníenlögum, t. d. í Danmörku. í greinarkorni þessu er daníen talið til tertíers og þá sem elzta skeið paleósentíma, en nánar verður vikið að því síðar. Steinninn frá Vatnsfirði er nokkuð ílangur, kúptur að ofan, en flatur að neðan (1. mynd). Lengd lians er 47.2 mm, mesta breidd 40.3 mm og mesta hæð 26.5 mm. Hin regiulega lögun steinsins er athygiisverð. Að ofan má sjá, að honum er skipt í 10 svæði, sem liggja eins og geislar út frá llöngu toppsvæðinu. Af þessum geisl- urn eru 5 mjóir og 5 breiðir. Hér og þar má sjá, að hver geisli er myndaður úr tvöfaldri röð af plötum, sem ganga á víxl. Mjóu geislarnir bera tvær raðir af smáholum, sem eru allt að 2 mm lang- ar. Á neðri hlið er lágur Imúður út til annars endans og lítil hola með hnúði út til hins. Engum blöðum er um það að fletta, að hér er um að ræða allnákvæma afsteypu al ígulkeri. I stuttu máli sagt ósvikinn steingerving. ígulker eru sérstakur flokkur skrápdýra og er þeim skipað í tvo undirflokka. Bezt mun vera að aðskilja þá þannig, að í öðrum (Regularia) eru dýrin kringlótt, með munn neðan á miðjunni og endaþarmsop á toppsvæðinu, en í hinum (Irregularia) eru dýrin ílöng, með munn neðan á miðju eða þá út til endans og endaþarms-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.