Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 42
NÁTTÚ RIJ FRÆÐINGURINN 164 upp á tertíer. Fullvíst þykir, að hún hafi dáið út í lok daníen- skeiðs. Steinninn frá Vatnsfirði á sér því langa sögu að baki, því að dýrið, sem afsteypan er af, hefur samkvæmt ofanrituðu sálazt fyrir meira en 65 milljón árum síðan. Elzta berg á íslandi, sem aldursákvarðað hefur verið, er um 16 milljón ára gamalt. Má því tæplega búast við að finna hér ofan sjávarmáls eldri jarðlög en um það bil 20 milljón ára, þ. e. frá míósen. ígulkerið frá Vatnsfirði er því að minnsta kosti 45 milljón árum eldra. Þess er varla að vænta, að lög frá krítartímabilinu eða neðsta hluta paleósentíma, sem kynnu að liggja undir Vestfjarða- blágrýtinu, nái upp í botn Breiðafjarðar (sbr. Sig. Þórarinsson, 1966, bls. 45). Hér mun því vafalítið um aðfluttan steingerving að ræða. Ættkvíslin Echinocorys hefur fundizt víða í Norðvestur-Evrópu og ennfremur á Vestur-Grænlandi, en er óþekkt á Austur-Græn- landi og Spitsbergen. Þar sem tinna er ekki kunn á Vestur-Græn- landi virðist mega álykta, að steingervingurinn sé kominn frá Evrópu. Kemur því vart til greina, að hann hafi borizt til landsins með hafís. Er þá varla öðru til að dreiía en flutningi af manna- völdum. Ekki er alveg hægt að útiloka þann möguleika, að steingerving- urinn hafi komið til Islands sem kjölfesta í skipi. Varla hefur þó munað mikið um hann, svo lítill og léttur sem hann er. Hefur þá annaðhvort verið um hreinan uppmokstur að ræða eða að hann liafi þvælzt með stærra grjóti. Þá er og mögulegt, að einhver ferðamaður hafi tekið steingerv- inginn með sér til landsins og týnt honum hér. Heldur finnst mér það þó ósennilegt. Hafi einhverjum þótt hann þess virði að hirða hann, hefur viðkomandi tæplega gert það til þess eins að týna honum hér norður á hjara veraldar. Þriðji möguleikinn, og sá sem mér finnst sennilegastur, er að steingervingurinn hafi komið hingað til lands í kartöflupoka frá einhverju landi í Norðvestur-Evrópu. Kartöflur hafa verið fluttar inn frá ýmsum Evrópulöndum, svo sem Danmörku, Póllandi, Hol- landi, Belgíu, Italíu og Irlandi, og komið hefur fyrir, að tinnu- stykki af kartöflustærð hafi fundizt í pokunum. Á þetta þó nær eingöngu við um kartöflur frá Danmörku, eltir því sem mér liefur verið tjáð hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins. Víða í Evrópu,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.