Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 43
N ÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN
165
m. a. í Danmörku, eru kartöflur teknar upp með vélum og þvælist
þá stundum ýmislegt með sem er af svipaðri stærð og lögun og
kartöflurnar, t. d. tinnusteinar, en tinna er nokkuð algeng í ísaldar-
lögum, jafnvel í jarðvegi, sums staðar í Norðvestur-Evrópu. Ekki
er hægt að segja, að þetta komi beinlínis á óvart, því að lögin, sem
liggja ofan á krítar- og daníenlögunum, eru oft þunn og, t. d. í
Danmörku, að mestu leyti úr jökulruðningi. Þar er ýmsu blandað
saman og oft mikið um tinnusteina, sem þola vel hnjask vegna
hörku sinnar. Stundum má jafnvel linna steingervinga í lögum
þessurn. Eru þeir á sama hátt og tinnusteinarnir ættaðir úr setlög-
um, sem jökullinn hefur skriðið yfir.
Vil ég nú gera langa sögu stutta, því mér þykir sennilegast, að
steingervingurinn frá Vatnsfirði sé kominn til íslands sem dönsk
kartafla! Síðasta áfangann, á fundarstaðinn í Vatnsfirði, hefur hann
og vafalítið komizt af mannavöldum. Geri ég því skóna, að einhver
svangur ferðamaður, sem ekki kunni að meta fjölbreytni danskra
jarðepla, hafi fleygt honum frá sér með viðeigandi orðbragði.
Nokkur orð um daníen.
Jarðsöguleg staða daníens heiur um alllangan tírna verið eitt af
þrætueplum jarðlagafræðinga. Flestir álíta nú orðið, að það til-
heyri tertíertímabilinu og sé þá fyrsta skeið paleósentímans. Hins
vegar halda nokkrir jarðlagafræðingar ennþá fast við þá uppruna-
legu hugmynd, að skoða beri daníen sem lokatíma krítartíma-
bilsins.
Eins og nafnið ber með sér er daníen kennt við Danmörku, enda
er þar að finna vel varðveitt jarðlög frá þessum kafla jarðsöguunar.
Nægir í því sambandi að minna á lögin við Fakse og í Stevns Klint
á Sjálandi. Þegar á heildina er litið, virðast lög frá daníen nokkuð
útbreidd í Evrópu og hafa einnig fundizt í Asíu, Afríku, Norður-
og Suður-Ameríku (sbr. Hansen, 1970).
Neðri mörk daníens eru bezt þekkt í Stevns Klint, þar sem það
hvílir á krítarlögum (2. mynd). Krítin (skrifkrítin) er Iivít á lit,
fínkornótt og venjulega nokkuð laus í sér. Allt að því 95% af
henni er myndað úr svonefndum kokkólítum, sem eru örsmáar
kalkplötur svifvera (Mastigophora) á mörkum dýra og plantna.
Götungar (fóramíniferar) eiga hins vegar miklu minni þátt í mynd-