Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 44
166
N ÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
2. mynd. Snið gegnum jarðlögin í Stevns Klint á Sjálandi. ]: Skrifkrít með
lítið af mosadýrum. 2: Skrifkrít auðug af mosadýrum. 3: Hert skrifkrft gegnum-
grafin af kröbbum og óreglulegum ígulkerum. 4: Fiskileir. 5: Cerithium-kalk
gegnumgrafið af kröbbum og óreglufegum ígulkerum. 6: Mosadýrakalk. 7: Kalk-
brotaberg. 8: Jökulruðningur. (Rasmussen, 1971).
un krítarinnar en talið liafði verið. Varð mönnum þetta fljótlega
ljóst, þegar betri tæki komu til þess að rannsaka smásæjar lífverur,
en kokkólítar eru einkum rannsakaðir í rafeindasmásjám (3. mynd).
Krítin undir daníenlögunum í Stevns Klint er talin mynduð í
lok krítartímabilsins, á maastrichtíentíma. Allmikið er af tinnu
í krítinni og liggur hún í greinilegum lögum. I Danmörku, eins
og víða annars staðar, má sjá glögg merki um afflæði (regression)
í lok maastrichtíen. I Stevns Klint fjölgar mosadýrum rnjög efst
í krítinni og er það einnig talið benda til minnkandi sjávardýpis.
Yfirborð krítarinnar er öldótt, með allt að 50 cm djúpum lægðum.
I lægðum þessum finnst allt að 20 cm þykkt lag af leir, sem gengur
undir nafninu fiskileir, og er leirinn talinn marka upphaf daníens
í Stevns Klint. Fiskileirinn er myndaður úr aðeins einni leirstein-
tegund, sem nefnist montmórillónít, en er nokkuð blandaður kvarzi
og kalsíti. Er álitið, að hér sé um ummyndaða eldfjallaösku að
ræða (Rosenkrantz, 1955 bls. 669—670). Ofan á fiskileirnum liggur
síðan kalklag, er gengur undir nafninu Cerithium-kalk eftir snigla-
ættkvíslinni Cerithium, sem er algeng í tertíerlögum víða um heim.
Engin mosadýr liafa fundizt í Cerithium-kalkinu. Eftir myndun