Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
175
Eysteinn Tryggvason:
Hve hratt síga Þingvellir?
Inngangur
Stórt svæði norðan Þingvallavatns er þakið hrauni, sem runnið
hefur frá Skjaldbreið og frá mikilli gossprungu, sem liggur frá suð-
vestri til norðausturs á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda snemma
á nútíma. Aldur jurtaleifa, sem fundust undir Þingvallahrauni við
Sogið, hefur verið ákvarðaður með geislakolsaðferð og reyndist
vera rúmlega 9000 ár (Guðmundur Kjartansson, 1964). Má því
gera ráð fyrir, að sá hluti hraunsins, sem eitt sinn stíflaði Sogið,
sé um 9000 ára gamalt. Ekki er vitað, hvort hraunið norðan við
Þing"vallavatn hefur runnið á sama tíma og hraunið við Sogið, en
þar sem engar aldursákvarðanir hafa verið gerðar á j)ví svæði og
útlit hraunsins bendir ekki til þess að það sé ungt, jiá er hér gert
ráð fyrir, að jjað sé einnig um 9000 ára gamalt. Þetta hraun hefur
runnið til vesturs og suðvesturs, allt að Brúsastaðabrekkum, svo að
landslag á Þingvallasvæðinu hefur verið allt annað fyrst eftir að
hraunið rann, en j)að sem nú er. Lægð sú, sem liggur til norðaust-
urs frá Þingvallavatni á milli Almannagjár og Hrafnagjár, hefur
þá ekki verið til, og hraunið vestan Almannagjár hefur jrá hallað
til vesturs, en nú hallar Jjví til suðausturs, eins og rennsli Öxarár
sýnir.
Þingvellir hafa sigið um rúma 30 metra rniðað við vesturbai'm
Almannagjár. Ef miðað er við vesturjaðar hraunsins á milli Kára-
staða og Brúsastaða, Jrá hefur sig Þingvalla verið enn meira, senni-
lega 40 til 50 metrar. Við Vatnsvík í norðausturhorni Þingvalla-
vatns hefur landið sigið enn meira en á Þingvöllum, en erfitt er
að gera sér grein fyrir, hve miklu þar munar. Ef gert er ráð fyrir,
að hraunið við Vatnsvík hafi sigið um 20 til 40 rnetra rniðað við
Þingvelli, sem er ekki ósennilegt, þá er sigið þar samtals 60 til 90
metrar miðað við vesturjaðar hraunsins. Allt þetta sig hefur orðið
á síðustu 9000 árum.
Sig Þingvalla hefur ekki allt skeð samtímis. í miklum jarð-