Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 57
N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 Þegar mælingar sýna, að fastamerki hefur risið eða sigið miðað við viðmiðunarmerkið, þá getur verið um mismunandi orsakir að ræða. Merkið getur hafa losnað eða á annan hátt haggazt miðað við klöppina, sem það var fest í. Einnig getur verið, að klöppin, sem merkið er fest í, sé ekki vel föst við bergið, sem undir liggur, og að frostþensla eða aðrar orsakir hafi valdið lítils háttar hreyf- ingu. Þegar einstök fastamerki liafa hreyfzt mælanlega miðað við öll önnur merki í næsta nágrenni, þá má búast við, að önnur hvor ofanskráð ástæða hafi valdið hreyfingunni, og er þá merkið lítt not- hæft til ákvörðunar á jarðskorpuhreyfingum. Ef mörg samliggjandi fastamerki hafa lireyfzt á sanra lrátt miðað við önnur merki, jrá má gera ráð fyrir, að hreyfingin nái til djúpt liggjandi bergs, en sé ekki bundin við yfirborðið. Niðurstöður mœlinganna Þegar eftir að nrælt lrafði verið á Þingvöllum í annað sinn, sum- arið 1967, mátti sjá, að landið við norðanvert Þingvallavatn hafði sigið miðað við vestasta hluta mælingalínunnar við Almannagjá og einnig miðað við fastanrerki austan við Hrafnagjá. Mest lrafði sigið orðið á milli Vatnskots og Vatnsvíkur. Einnig virtist vera stað- bundið sig á litlu svæði í brekkunni vestan við Hrafnagjá, err þar gat verið um mælingaskekkju að ræða vegna brattlendis (Eysteinn Tryggvason, 1968). Endurteknar mælingar sumurin 1969 og 1971 staðfestu áframhaldandi sig við norðurströnd Þingvallavatns og ris við Brúsastaði miðað við nrælistaði við Alnrannagjá. Staðbundna sigið við Hrafnagjá hefur ekki mælzt síðan 1967 (2. mynd). Hvergi hefur mælzt nrisgengi unr sprungur eða gjár á Þingvalla- svæðinu, heldur lrefur landið svignað niður og nær þessi svignun út fyrir báða enda mælingalínunnar. Mælingarnar gefa ekki til kynna, hve breitt landsvæði svignar, né, hve mikið landið sígur við norðanvert Þingvallavatn miðað við staði utan þess svæðis, senr er að svigna. Þar senr ekki er unnt að segja, að neitt fastamerki á Þingvalla- svæðinu lrafi verið óhreyft, þá verður lreldur ekki sagt með vissu, að landið við norðanvert Þingvallavatn sé að síga. Það nrá eins vel skýra þá hreyfingu, sem nræld lrefur verið, sem ris landsixrs báðu nregiir við Þiirgvallalægðiira. Til að auðveldara sé að gera sér grein

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.