Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 64
186 NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN Ritfregnir Gunnar Jónsson: FISKALÍFFRÆÐI. 207 bls. 117 myndir. Iðunn 1972. Pappírskilja kr. 904,00. Síðan „Fiskarnir" eftir Bjarna Sæmundsson kom út 1926, hefur ekki fyrr en nú komið út bók á íslenzku um almenna líffræði fiska eftir íslenzkan höfund. Enda þótt „Fiskarnir" séu bæði vel skrifað og vandað verk, — reyndar þrek- virki á sínum tíma —, þá fer ekki hjá því, að brýn nauðsyn er á því að nýjar uppgötvanir á þessu sviði komi fram í bókaríormi. Stærð og brot „Fiskalíffræð- innar“ (um 200 bls. í litlu broti) segir Jró strax, að hér getur ekki verið um beinan arftaka „Fiskanna" að ræða, enda er bókin fyrst og fremst ltugsuð til að leysa brýna nauðsyn á kennslubók í fiskalíffræði við Fiskvinnsluskólann, enda Jjótt hún að vissu marki leysi „Fiskana" af liólmi sem aljiýðlegt fræðslurit. Bókin skiptist í 3 meginkafla: I. Stutt yfirlit um lífverur sjávarins, II. Al- menn fiskalíffræði og III. Nokkrar fisktegundir við ísland. í fyrsta kafla er stutt yfirlit um helztu dýraflokka á íslenzku hafsvæði ásamt nánari lýsingu á útliti, háttum og gagnsemi nokkurra mikilvægra tegunda. Að sjálfsögðu má deila um Jrað, live ítarlegt slíkt yfirlit skal vera og kemur Jtar margt til, þar á meðal útgáfukostnaður. Undirritaður er Jtó jíeirrar skoðunar, að kafli Jtessi hefði bæði mátt vera ítarlegri og myndskreyttari. I öðrum kafla skrifar liöfund- ur um almenna fiskalílfræði á mjög glöggan hátt, Jrannig að öll aðalatriði koma mjög vel fram, bæði í máli og myndum. Langlengsti kafli bókarinnar er III. kaflinn, Jrar sem fjallað er um 45 tegundir íslenzkra nytjafiska. Þessi kafli er ritaður eftir sama kerfi og í „Fiskunum" og er því viða nánast stytt og endurbætt lýsing Bjarna Sæmundssonar. Vissulega liefði verið æskilegt, ef liægt hefði verið, að birta fiskalitmyndir og útbreiðslukort í Jjessum kafla (svipað og í Fiskabók AB). Slíkt liefði gefið bókinni skemmtilegri blæ og stytt óhjá- kvæmilega Jiurrar lýsingar, en kostnaður við slíkt liefði að sjállsögðu orðið öll- um útgefendum ofviða. Bókin er ntjög vel skrifuð, enda er dr. Gunnar annálaður stílisti. Þá fylgir bókinni nákvæm nafnaskrá. Prentun og frágangur bókarinnar er með ágætum. Gunnar Jónsson hefur með bók Jjessari sýnt, að hann er manna hæfastur til að rita um fiskalíffræði og íslenzka fiska. Því er ljóst, að höfundur má ekki láta Jjar við sitja, heldur ráðast í að rita stærra verk um Jjetta efni. í Jjeirri bók ætti að auki að vera sérstakur kafli um nýtingu og friðunaraðgerðir. Þá væri sjálfsagt að taka alla íslenzka fiska inn í tegundalýsinguna, enda mikill áhugi á sjaldgæfum fiskum. Ekkert mætti til útgáfunnar spara, til Jjess að bókin gæti orðið sem aðgengilegust og eigulegust. Varla getur talizt hætta á, að opin- ber styrkur fengist ekki til útgáfunnar, ef Gunnar reyndist tilkippilegur til skriftanna, enda hafa íslenzkir sjómenn fyrir löngu unnið til verðugs arftaka „Fiskanna". Guðni Þorsteinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.