Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 EÐLISÞÆTTIR JARÐARINNAR OG JARÐFRÆÐI ÍSLANDS. eftir Trausta Einarsson prófessor. 267 bls. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1972. Rexinband kr. 1243,00. Trausti Einarsson heíur fengizt við íslenzka jarðfræði í ein 40 ár. Skóla- menntun hans var þó ekki á því sviði, heldur í stjarnfræði, en hann mun vera einn þriggja íslendinga, sem þau fræði liafa stundað sem aðalgrein í háskóla. Þegar lieim kom fór Trausta sem fleirum náttúruvísindamönnum, að hann heillaðist af hinum fjölbreyttu viðfangsefnum í islenzkri jarðfræði og lielgaði þeirri grein að mestu starfskrafta sína. Hið óvenjulega upphaf Trausta hefur ævinlega einkennt jarðfræðirannsóknir hans — verið bæði styrkur þeirra og veik- leiki, því kunnátta hans í stærð- og eðlisfræði liefur oft virzt honurn mun stað- betri en klassisk undirstöðuþekking í almennri jarðfræði. Þess vegna eru þær rannsóknir Irausta, sem bezt liafa staðizt tímans tönn, fremur á sviði jarðeðlis- fræði en jarðfræði, nl. brautryðjendastarf hans í þyngdar- og segulmælingum, og kenningar lians um uppruna jarðhitans. Eðlisþættir jarðarinnar er afar persónuleg bók — gæti allt að einu heitið Varnarræða Trausta Einarssonar. Trausti hefur víða komið við á rannsókna- ferli sínum, og persónulegar skoðanir hans á hinum ýmsu atriðum jarðvísind- anna gagnsýra flesta kafla bókarinnar. Fáeinir kaflar, eins og kristallafræði, steinafræði og hagnýt jarðefni, eru með í bókinni af áliugalausri nauðsyn, hinir fyrrnefndu jafngagnslausir og í bókum þeirra Guðmundar G. Bárðarsonar og Þorleifs Einarssonar; sá síðastnefndi áhugaverður í tötrum sínum af því að þessu efni hafa engin skii verið gerð í íyrri bókum á íslenzku (sjá þó kafla um íslenzk jarðefni eftir Tómas Tryggvason í Náttúru Islands). Væri það þó vel þess virði að vanda hér til á þeim tímum, þegar hráefna- og orkuskortur er svo mjög til umræðu. Kristalla- og steinal'ræði (míneralógía, sleindairætii skv. lil- lögu Trausta) eiga hins vegar lítið erindi í bók sem þessa. Steinafræðin er ýmist kennd sem liður í bergfræði, eins og í þessari bók, og þá er kristalla- fræðin stoðgrein hennar, eða liún er lýsing á útliti og eiginleikum steinteg- unda, ætluð t. d. áhugafólki um steinasöfnun. í þessa bók, eins og í aðrar íslenzkar bækur um jarðfræði, vantar það sem við á að etja, því bergfræðinni sjálfri eru lítil skil gerð, og steinalýsingum engin. Þessir kaflar eru því ekki annað en tillilaup. Frá almennu fræðslusjónarmiði eru síðustu kaflar bókarinnar áliugaverð- astir, þeir sem fjalla um jarðliita, og tækni og niðurstöður jarðeðlisfræðilegra kannana á Islandi. Þessum efnum hafa lítil skil verið gerð á íslenzku áður, og eru hér allvel skýrð þrátt fyrir hinn knappa stíl bókarinnar. Hið sama verður tæplega sagt um ýmsa aðra kafla í bókinni, sem bera þeim uppruna sínum greinileg merki, sem lýst er í formála, að beinagrind þeirra var ætluð hold- klæðning í fyrirlestrum við verklræðideild Háskólans. Einn af höfuðpostulum „nýju jarðfræðinnar" svonefndu, J. Tuzo Wilson, lýsti því yfir fyrir fáum árum, að umskrifa þyrfti allar kennslubækur í jarð- fræði í Ijósi hinna nýju kenninga. Það mikla starf er skammt á veg komið sem vonlegt er. íslenzkir jarðvísindamenn hafa yfirleitt aðhyllzt og fylgzt frem-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.