Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 EÐLISÞÆTTIR JARÐARINNAR OG JARÐFRÆÐI ÍSLANDS. eftir Trausta Einarsson prófessor. 267 bls. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1972. Rexinband kr. 1243,00. Trausti Einarsson heíur fengizt við íslenzka jarðfræði í ein 40 ár. Skóla- menntun hans var þó ekki á því sviði, heldur í stjarnfræði, en hann mun vera einn þriggja íslendinga, sem þau fræði liafa stundað sem aðalgrein í háskóla. Þegar lieim kom fór Trausta sem fleirum náttúruvísindamönnum, að hann heillaðist af hinum fjölbreyttu viðfangsefnum í islenzkri jarðfræði og lielgaði þeirri grein að mestu starfskrafta sína. Hið óvenjulega upphaf Trausta hefur ævinlega einkennt jarðfræðirannsóknir hans — verið bæði styrkur þeirra og veik- leiki, því kunnátta hans í stærð- og eðlisfræði liefur oft virzt honurn mun stað- betri en klassisk undirstöðuþekking í almennri jarðfræði. Þess vegna eru þær rannsóknir Irausta, sem bezt liafa staðizt tímans tönn, fremur á sviði jarðeðlis- fræði en jarðfræði, nl. brautryðjendastarf hans í þyngdar- og segulmælingum, og kenningar lians um uppruna jarðhitans. Eðlisþættir jarðarinnar er afar persónuleg bók — gæti allt að einu heitið Varnarræða Trausta Einarssonar. Trausti hefur víða komið við á rannsókna- ferli sínum, og persónulegar skoðanir hans á hinum ýmsu atriðum jarðvísind- anna gagnsýra flesta kafla bókarinnar. Fáeinir kaflar, eins og kristallafræði, steinafræði og hagnýt jarðefni, eru með í bókinni af áliugalausri nauðsyn, hinir fyrrnefndu jafngagnslausir og í bókum þeirra Guðmundar G. Bárðarsonar og Þorleifs Einarssonar; sá síðastnefndi áhugaverður í tötrum sínum af því að þessu efni hafa engin skii verið gerð í íyrri bókum á íslenzku (sjá þó kafla um íslenzk jarðefni eftir Tómas Tryggvason í Náttúru Islands). Væri það þó vel þess virði að vanda hér til á þeim tímum, þegar hráefna- og orkuskortur er svo mjög til umræðu. Kristalla- og steinal'ræði (míneralógía, sleindairætii skv. lil- lögu Trausta) eiga hins vegar lítið erindi í bók sem þessa. Steinafræðin er ýmist kennd sem liður í bergfræði, eins og í þessari bók, og þá er kristalla- fræðin stoðgrein hennar, eða liún er lýsing á útliti og eiginleikum steinteg- unda, ætluð t. d. áhugafólki um steinasöfnun. í þessa bók, eins og í aðrar íslenzkar bækur um jarðfræði, vantar það sem við á að etja, því bergfræðinni sjálfri eru lítil skil gerð, og steinalýsingum engin. Þessir kaflar eru því ekki annað en tillilaup. Frá almennu fræðslusjónarmiði eru síðustu kaflar bókarinnar áliugaverð- astir, þeir sem fjalla um jarðliita, og tækni og niðurstöður jarðeðlisfræðilegra kannana á Islandi. Þessum efnum hafa lítil skil verið gerð á íslenzku áður, og eru hér allvel skýrð þrátt fyrir hinn knappa stíl bókarinnar. Hið sama verður tæplega sagt um ýmsa aðra kafla í bókinni, sem bera þeim uppruna sínum greinileg merki, sem lýst er í formála, að beinagrind þeirra var ætluð hold- klæðning í fyrirlestrum við verklræðideild Háskólans. Einn af höfuðpostulum „nýju jarðfræðinnar" svonefndu, J. Tuzo Wilson, lýsti því yfir fyrir fáum árum, að umskrifa þyrfti allar kennslubækur í jarð- fræði í Ijósi hinna nýju kenninga. Það mikla starf er skammt á veg komið sem vonlegt er. íslenzkir jarðvísindamenn hafa yfirleitt aðhyllzt og fylgzt frem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.