Náttúrufræðingurinn - 1975, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
(serkur, perisarc) úr kítinkenndu etni, sem útlagið geiur frá sér.
Einstaklingarnir, separnir, eru af tveimur gerðum. Annars vegar
átsepar, sem sjá unr fæðuöflun fyrir sambýlið, og hafa þeir munn-
op og veiðiarma. Hins vegar eru armlausir separ, hnappsepar
(gonangium). Á hnappsepunum myndast hnappar (gonophora),
þeir verða að hveljum, sem losna frá sepanum. Allar hveljur úr
sama sambýli eru sama kyns, annað hvort karlkyns eða kvenkyns.
Eftir frjóvgun myndast bifhærð lirfa (planula) úr okfrumunni.
Hún sezt á botn og myndar nýtt sambýli. Hjá flestum tegund-
um þróast hnappurinn þó ekki yfir í hvelju, heldur situr hann
kyrr á hnappsepanum, og frjóvgun fer fram þar. Hjá sumum
tegundum verður hnappmyndunin á átsepum, og hafa þær þá enga
hnappsepa (t. d. Clava squamata — 3. mynd). Þá ber þess að geta,
að yfirleitt myndast hnappsepar aðeins á ákveðnum árstímum.
Sumar tegundir hveldýra hafa enn eina gerð af sepum, en það
eru stingsepar (nematophora), sem hafa mikið af stinghylkjum og
eru til varnar sambýlinu.
Utan um a.llt sambýlið er í flestum tilfellum veggur, eins og fyrr
var getið, og kallast hann ýms-
um nöfnum, eftir því hvaða
hluta sambýlisins hann þekur.
Veggur um átsepa kallast sepa-
þekja (hydrotheca); á henni eru
oft lok, sem er mjög fjölbreyti-
legt að gerð eftir tegundum. Urn
hnappsepa er hnappþekja (geno-
theca), og stingþekja (nemato-
theca) lykur um stingsepa. Útlit
og lögun þekjanna eru mjög
mikilvæg við tegundaákvörðun.
Gerðir sambýla
Til þess að geta ákvarðað hvel-
dýr til tegunda, þurfa menn að
2. mynd. Laomedea sp. sambýli og gera sér grein fyrir mismunandi
hvelja. byggingargerðum sambýlanna.