Náttúrufræðingurinn - 1975, Síða 11
NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN
5
volubilis.
Þannig verður ákveðinn meginstofn ekki
greinilegur. (Dæmi: Campanulina, Halec-
ium, Sertularella).
f skúfi er yfirleitt. greinileg liðskipting
í stofni og greinum, og sepaþekjan situr oft
á greinilegum útvexti á liðunum, t. d. Lao-
medea og Halecium. Samsettur stofn er al-
gengur. Hann myndast á þann hátt, að
renglur vaxa upp eftir stofninum.
Flokkun hveldýra
Hveldýrin hafa verið flokkuð á ýmsa
vegu. Hér styðst ég við flokkun samkvæmt
Borradaile o. fl. 1967, en þar er hveldýrum
skipt í sex ættbálka. í köflunum hér að
framan um byggingu hveldýra og gerðir sambýla helur tveimur
fyrstu ættbálkunum verið lýst sameiginlega, og auk þess getið um
þann þriðja (Hydra).
Calyptoblastea (Leptomedusae). Með sepa- og hnappþekjur.
Hveljur eru flatar. Dæmi: I.aomedea (2. mynd).
Gymnoblastea (Anthomedusae). Sepa- og hnappþekjur vantar,
en serkur hylur venjulega aðra hluta sambýlisins. Hveljur eru
krukkulaga. Dæmi: Clava (3. mynd).
Hydrida. Um sambvlismyndun er ekki að ræða, og enginn serkur
hylur dýrin, sem geta fært sig úr stað. Hveljustig vantar. Dæmi:
Hydra (1. mynd).
Trachylina. Hveljustigið er meginuppistaða lífsferilsins, og er
hveljan stór. Ef um sepastig er að ræða, þá er sepinn mjög smá-
vaxinn og líkist Hydra.
Hydrocorallina. Hveldýrin lifa í tengslum við kóraldýr í hita-
beltishöfum. Sambýlið hefur sterkan kalkvegg í stað kítínserks.
Það hefur tvær gerðir sepa, átsepa og sérstaka veiðisepa umhverfis
hann. Hveljur myndast í vefserk í sérstökum skálum.
Siphonophora. Sambýlin eru rnjög flókin að gerð, fljótandi uppi
um sjó. Þau hafa átsepa, hnappsepa og veiðisepa, sem oft eru mjög
langir og hanga niður úr sambýlinu. Sambýlinu er haldið fljótandi
með gasblöðru, en gasið er framleitt í þekjuvef blöðrunnar. Sumar