Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 16
10
NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N
E
E
in
cT
9. mynd. Cuspidella humilis.
17. Abietinaria abietina (Linné) (19. mynd). Grindavík, Garð-
skagi, Búðir, Hellnar. Hún fannst einungis rekin á fjörur. —
Algeng umhverfis land allt og rekur stundum á fjörur í miklu
magni.
18. Abietinaria jilicula (Ellis & Solander) (20. mynd). Grindavík,
Reykjanestá, Ósar nærri Höfnum, Garðskagi, Garðsjór, Álfta-
nes, Grótta, Búðir, Hellnar. Einkum fundin rekin á fjörur,
einnig lifandi við stórstraumsfjörumörk. — Mjög algeng við
V, NV og A, ófundin við N, nema í Húnaflóa. A. filicula hefur
oft verið talin afbrigði af A. abietina. Nægar ástæður þykja
þó vera til að halda þeim aðskildum (Kramp 1938).
19. Sertularia tenera G. O. Sars (21. mynd). Grindavík, Hellnar.
Fundin rekin á fjörur og á steini í fjörupolli. —■ Fundin víða
umhverfis land.
20. Hydrallmania falcata (Linné) (22. mynd). Grindavík, Garð-
skagi, Garðsjór. Fundin rekin á fjörur. í Garðsjó var hún mjög
algeng á kúskeljum. — Fundin umhverfis land allt, algeng alls
staðar, nema við N.
21. Thuiaria alternitheca Levinsen (23. mynd). Cxarðsjór. Algeng
á kúskeljum. — Fundin á nokkrum stöðum í Faxaflóa og í
Dýrafirði. Sum íslenzku eintökin eru afbrigðileg að því leyti,
að stofninn er ekki snúinn eins og á eðlilegum eintökum, held-
ur er greiningin öll í einum fleti (Kramp 1938). Þau eintök,
sem ég fékk úr Garðsjó, eru öll afbrigðileg, nema eitt, sem er
aðeins snúið efst.