Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 30
24
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
44 Sepaþekjur í einfaldri röð, þéttstæðar, flöskulaga, snúa á
víxl til sitt hvorrar hliðar, þ. e. efri hluti þeirra, sem ekki
er vaxinn við greinarnar (hjá ungum sambýlum eru sepa-
þekjur í tveimur röðum). Stofn ósamsettur, snúinn í opinn
spíral. Greinarnar fjaðurgreindar. Sambýlið allt að 35 cm
hátt................Hydrallmania falcata (Linné) (22. mynd)
— Sepaþekjur í 2 eða 6 röðum .............................. 45
45 Stofninn snúinn, svo að greinar virðast koma frá öllum
hliðum (ung sambýli oft greind í einum fleti). Sepaþekjur
í 2 röðum og standa lítið út frá greinunum. Sambýlið get-
ur náð 60 cm hæð................. Sertnlaria cupressina Linné
— Sambýlið fjaðurgreint í einum fleti ..................... 46
46 Sepaþekjur í 2 röðum. Stofn mjór, nokkuð bugðóttur,
ógreinilega liðskiptur. Greinar víxlstæðar, yfirleitt ógreind-
ar. Sepaþekjur víxlstæðar, standa vel út frá greinunum . .
......................... Sertularia tenera G. O. Sars (21. mynd)