Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 46
40
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
veitt því athygli við Mývatn, að kría hafi stolið veiði frá flórgoða
(Podiceps auritus) og að um það bil þriðja hver árás hafi heppnast.
Krían við Mývatn hafði þá einnig reynt að stela frá öndunum,
en aldrei tekizt, svo vitað sé. Bengtson telur, að hjá sumum fugla-
byggðum sömu tegundar sé fæðuþjófnaður algengari en hjá öðrum.
Eitt sinn tók hann eftir hóp af kríum, sem fylgdist með Jrví, að
hópur af flórgoðum kafaði eftir æti. Allt í einu missti einn
flórgoðanna veiði sína, þegar kría af tilviljun flaug framhjá. Krían
stakk sér niður að vatnsfletinum og náði í fiskinn, sem flaut Jrar
dauður. Skömmu síðar réðst krían á flórgoðann jafnskjótt og hann
kom úr kafi með bráð sína, og knúði hann til að sleppa veiðinni
við sig. Bengtson telur sennilegt, að á þennan hátt myndist sníkju-
vanar fuglanna, enda læri þeir fljótlega hver af öðrum.
H. E. Winn (1950) segir frá því, að fullorðinn silfurmáfur hafi
oft stolið veiði frá langvíu (Uria aalgc) á leið til hreiðurs síns,
þegar hann var við athuganir á Kent Island, Bay of Fundy. Winn
skýrir einnig frá Jrví, að einn silfurmáfur hafi lagt langvíupar
þar svo í einelti. að hann stal tveimur af hverjum Jiremur fiskum,
sem þau reyndu að komast með í hreiður sitt.
í grein eftir E. K. Dunn (1973) segir frá því, hvernig roða-
þerna (Sterna dougallii) rænir veiði frá nánustu frændum sínum,
sílaþernunum (Sterna hirundo). En ennþá athyglisverðari er at-
hugun H. Hays (1970) á atferli sílajrernunnar (Sterna hirundo) á
Great Gull Island í New York ríki. Hays segir frá því, þegar
fullorðin sílaþerna kemur fljúgandi með síli í gogginum, en í
sama bili kemur fullorðin sílajrerna og grípur líka um fiskinn
með gogginum, og flýgur upp. Unginn hangir áfram í fiskinum,
og er lyft 2—3 metra, þangað til hann sleppir takinu og dettur
til jarðar, — fisklaus. F.kki leit út fyrir, að unginn meiddist neitt,
þótt hann dytti Jressa leið til jarðar. Hays segist oft hafa tekið
eltir þessu atferli sílaþernunnar, að stela bráð frá öðrum síla-
þernum.
G. Bergmann (1971) segir frá því, hvernig stormmáfar (Larus
canus) stela stundum fiski úr goggi teistunnar, ekki þó á sundi
eða flugi, heldur á jörðu niðri, rétt við op nestisholunnar, áður
en teistunni tókst að skjótast með bráðina inn til unganna. Þetta
var í júlímánuði 1970. Teistan reyndi alltaf, þegar stormmáfur-
inn var nálægt, að fljúga beint inn í holuna með bráðina, án