Náttúrufræðingurinn - 1975, Síða 69
N Á T T Ú R U F R Æ ÐIN G U R1N N
59
og svara fyrirspurnum frá þeim, sem taka vilja þátt í þessu starfi,
eftir því sem tími vinnst til.
Þetta samstarf milli náttúrufræðistofnana og áhugamanna myndi
fara fram á þann hátt, að stofnanirnar láta mönnum í té að vori
eyðuspjöld með plöntuskrám, sem áhugamenn síðan merkja inn á
í heimahögum sínum eða á ferðum sínurn um landið. Ennfremur
þurfa þeir að afla sér korta með reitaskiptingu þeirri, sem ætlunin
er að byggja útbreiðsiukortin á og munu stofnanirnar verða þeim
hjálpiegar við það. Eyðuspjöldum, sem útfyllt hafa verið yfir
sumarið sé svo skilað aftur inn til stofnananna eftir sumarið. Sér-
stakt spjald er fyllt út fyrir hvern 10 X 10 km reit, eða hvern stað,
sem athugaður er innan reitsins. Leiðbeiningar verða sendar með
eyðuspjöldunum, og einnig er hugmyndin að lrafa á einhvern
hátt samband við þá, sem að þessu starfi vinna og senda þeim ýmsar
upplýsingar, er að gagni mega koma við aðgreiningu plantna.
Einnig er ætlunin að gefa þeim kost á, að fylgjast með framgangi
starfsins og þeim upplýsingum sem koma inn. Æskilegt væri, að
hægt yrði að efna til sameiginlegra sumarfunda eða smáferða, þar
sem mönnum gæfist kostur á að kynnast innbyrðis, skiptast á skoð-
unum og reynslu um plöntugreiningar og fá leiðbeiningar þar að
lútandi.
Með kveðju
Eyþór Einarsson
Grasatræðideild
Náttúrulræðistofnun Islands
Pósthólf 5320
Reykjavík
Akureyri
Pósthólf 580
Hörðttr Kristinsson
Náttúrugripasafninu á Akureyri