Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 110
100
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
bólstrabergshraukur landsins sem er rétt sunnan við voginn. Komið var til
Reykjavíkur síðla kvölds. Lciðbeinendur í þessari ferð voru Kristján Sæmunds-
son, Leiíur Símonarson og Ævar Petersen. Þátttakendur voru 128.
Sunnudaginn 15. september var farið i gönguferð upp með Bláskeggsá í
Hvalfirði til jarðfræðiiðkana. Fararstjóri var Kristján Sæmundsson. Þátttak-
endur voru 53.
Útgáfustarfsemi
Náttúrufræðingurinn, tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags, kom út á
árinu sem hér segir: 43. árgangur (1973): 3.-4. hefti, bls. 125—195 (71 bls.).
44. árgangur (1974): Fyrra hefti, bls. 1—128 (128 bls.). Alls eru þetta 199 bls.
Afgreiðslu Náttúrufræðingsins, útsendingu fundarboða og innheimtu félags-
gjalda annaðist að venju Stefán Stefánsson bóksali, og kann stjórnin honum
bestu þakkir fyrir.
Fjárhagur
Á fjárlögum fyrir árið 1974 voru veittar kr. 75.000 til starfseminnar. Styrk-
ur þessi rann allur til útgáfu Náttúrufræðingsins. Þrátt fyrir ört hækkandi
verðlag á síðari árum og þann mikla styrk, sem útkoma Náttúrufræðingsins er
ýmsum opinberum rannsóknarstofnunum, hefur þetta fjárframlag verið alltof
lágt liin síðari ár og í alls engu samræmi við framlag félagsins til þessarar starf-
semi.
Reikningar félagsins og sjóða þeirra, sem eru í vörslu þess fara hér á eftir.