Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 9
fljótt í gossprungunni og á þriðja degi var öll hveravirkni hætt. Lítils- háttar gufu lagði þó áfram upp úr gígunum á nokkrum stöðum. Skömmu áður en gosið hófst jókst skjálftavirkni verulega á skjálftamæl- um á svæðinu. Urn klukkan 10:10 sást stöðugur órói á mælunum, sem ein- dregið benti til kvikustreymis. Einnig hófst mikil skjálftahrina, sem mettaði alla mæla á svæðinu. Skjálftavirknin hófst nálægt gosstöðvunum innan Kröfluöskjunnar en smám saman íærðist líf í allan sprungusveiminn og um það bil 2 tímum síðar var rnikil skjálftavirkni hafin norður í Keldu- liverfi. Hinn 27. apríl 1977 varð enn hraungos á Leirhnjúkssprungunni. Stöðugur órói hófst á mælum um kl. 13:17. Vart varð við ösku og leirfall við Reykjahlíð um kl. 17. Hríð var og hvöss norðanátt svo ekkert sást til eldgoss. Síðar um kvöldið kom í Ijós að smá hraungos hafði orðið nálægt öskjujaðrinum um 3,5 km norður af Leirhnjúki. Hraunið var ekki nema um 1000 m2 að flatarmáli. Leir- og 3. mynd. Hraunið, er rann 27. apríl 1977. Tvær litlar hraungusur konm upp á sprungum um 3,5 km norður af Leirhnjúki. Stærri hrauntungan er um 1000 m2. Ljósmyndin er tekin úr flugvél að morgni hins 29. apríl, en þá lagði aðeins gufu upp um gosopin og hraunið var orðið kalt að mestu. (Ljósmynd Kristján Sænmndsson.) — Lava from 27 April 1977. Tuw small lava flows were erupted from fissures 3.5 km to the north of Leirhnjúkur. The larger one is about 1000 m2. The photo is tahen from an aeroplane on the morning of April 29 when all activity excepl steam emission had ceased. (Photo Kristján Saemundsson.) 183

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.