Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 17
unnar. Með samanburði beggja línu- ritanna á 6. mynd yfir skjálftafjölda og landhæð innan öskjunnar má sjá mjög greinileg tengsl. Skjálftar eru í lágmarki eftir hvert landsig en fer að fjölga þegar land hefur náð vissri hæð og ná hámarki rétt áður en landsig hefst. 1 öll skiptin sem skjálftavirkni rén- aði á Kröflusvæði og land seig varð vart við stöðugan titring (tremor) á skjálftamælum. Þessi titringur hefur yfirleitt verið túlkaður sem afleiðing kvikurennslis neðanjarðar eða hraun- rennslis á leið upp á yfirborð. Á 4. mynd sést skjálftarit úr Reykjahlíðar- mæli dagana 19.—20. jan. 1977. Auk þessa kom einnig ávallt fram skjálfta- hrina á sprungusveimnum utan öskj- unnar nokkrum klukkutímum ellir að landsig ltófst innan öskjunnar. í lok september og í lok október 1976 svo og 20. janúar 1977 átti þessi skjálftahrina upptök í Gjástykki sunn- an og vestan Hrútafjalla. Eftir sigið 27. apríl 1977 varð aftur á móti rnikil skjálftahrina á sveimnum sunnan öskjunnar á milli Hlíðarfjalls og Hverfjalls með miðju í Bjarnarflagi. Við nánari athugun skjálftalínurita hefur komið í ljós að þverbylgjur (S- bylgjur) vantar í jarðskjálfta, er eiga upptök sín eða fara í gegnum ákveð- ið svæði i jarðskorpunni við Kröflu. Þessi staður er á 3—7 km dýpi undir jarðhitasvæðinu við Kröflu eða um það bil innan þríhyrnings með liorn- punkta í Leirhnjúki, Víti og stöðvar- húsi Kröfluvirkjunar. Þetta sýnir að á þessu svæði lilýtur að vera bráðið eða hlutbráðið berg (kvikuhólf), sem S-bylgjur komast ekki í gegrium (Páll Einarsson, 1976). Sp ru ngu h reyfinga r, breytingar á jarðhitasvœðurn Eftir gosið í Leirhnjúk í desember 1975 og í jteim jarðhræringum, sem því voru samfara, varð vart við sprungumyndanir og lneyfingar á sprungum á Leirhnjúkssvæðinu og í suður þaðan allt suður undir Hver- fja.ll. Þessar hreyfingar voru mestar næst Leirhnjúki og þar norður af, en virtust fara minnkandi eftir því sem sunnar dró. Stefna sprunganna var yfirleitt um 20° til austurs frá norðri. Gengið var kerfisbundið þvert á sprungusveiminn á allmörgum stöð- um og breytingar á einstökum sprung- urn mældar bæði lóðréttar hreyíingar eða misgengi svo og láréttar hreyfing- ar eða bein gliðnun. Með því að leggja saman breytingar á einstökum sprungum má fá grófa hugmynd um heildarhreyfingu sprungusveimsins á viðkomandi stað. Á Leirhnjúks- Kröflusvæðinu mældist lteildargliðn- un vera um 70 cm og á einstökum sprungum sáust misgengi allt að 60 cm. Sunnan öskjunnar á milli Náma- ljalls og Mývatns var gliðnunin ein- ungis 5—10 cm. 1 Kelduhverfi varð hreyfingin mun meiri eða um 1,5 m gliðnun á 30—40 sprungum ásamt landsigi, er nam að minnsta kosti 2 m (Oddur Sigurðsson, 1976; Eysteinn Tryggvason, 1977). Til þess að fylgjast með hugsanleg- um lireyfingum á þessum sprungum, var í febrúar 1976 komið fyrir mæli- útbúnaði á 13 stöðum á svæðinu á milli Reykjahlíðar og Námafjalls, á 9 stöðum við Leirhnjúk og 3 mælum við Kröflubúðir. Rör voru fest niður á sprungubarmana sitt hvoru megin við sprunguna. Síðan var fjarlægðin 191

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.