Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 30
3. mynd. Garðygla (Agrolis ipsilon Hufn.), fundin á Kvískerjum 12. október 1904
(finnandi Hálfdán Björnsson). — Agrotis ipsilon Hnfn., cauglit ul Kvisker, S.E.-Ice-
land 12 October 1964. — Ljósm. Erling Ólafsson.
um. Flestar fundust á garöabrúðu
(Valeriana officinalis) í garði við bæ-
inn, eftir að dimma tók á kvöldin.
Fyrsta fiðrildið náðist 23. ágúst, ílest
(30—40) náðust 17. september og síð-
ustu 15 eintökin þann 7. október. Ár-
in 1964, 1968 og 1976 varð garðygl-
unnar einnig talsvert vart.
Garðyglur eru algengastar síðsum-
ars, eftir 20. júlí og fram í október;
síðbúnasta fiðrildið er fundið 21.
oktc'tber. I>að vekur furðu, að tegund-
in hefur fundist mjög snemma vors.
Þegar 28. mars árið 1974 náðust fjórar
garðyglur á Kvískerjum, en þær komu
þar á útiljós.
í garðinum við bæinn á Kvískerj-
um hafa garðyglurnar sótt mikið á
blóm garðabrúðu og nærst á hunangi
þeirra. Einnig leita þær mikið á ljós,
er dimma tekur, eins og mörg fiðrildi
og fleiri skordýr gera gjarnan.
Hinn 10. september 1976 fannst
ókennileg yglulirfa í kartöflugarði á
Kvískerjum (finnandi Hálfdán Björns-
son). Lirfan fannst á varpasveifgrasi
(Pua annua), en óvíst er þó, hvort hún
hefur nærst á því. Henni var haldið
lifandi, og púpaði hún sig fljótlega.
Þann 17. október klaktist púpan, og
kom þá í ljós, að um garðyglu var að
ræða. Þetta er í fyrsta sinn, að sýnt
er fram á, að garðyglur geti aukið
kyn sitt á íslandi.
204