Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 16
arnir í Kröflu, í Reynihlíð og í Gæsa- dal (2. mynd). Útskrift allra þessara mæla er í Reynihlíð á einum stað og eru þeir venjulega vaktaðir 24 tíma á dag. Ef vart verður við skjálfta á svæðinu, sem kemur fram á öllum þessum mælurn, er hann staðsettur eins vel og hægt er með beinum af- lestri af línuritunum og auk jress er styrkur hans áætlaður. Með þessu er hægt að fylgjast með breytingum á upptökum skjálfta svo og stærð skjálftanna. Reynsla manna frá öðr- um eldgosum liefur leitt í ljós að oft- ast verða mjög tíðar og örar hræring- ar skömmu áður og um leið og liraun er að brjótast upp á yfirborð. Vart varð við slíkan stöðugan titring fyrir gosið í desember 1975 í Leirhnjúk, fyrir síðasta Heklugos svo og I Surts- ey. Vonir standa til, að með þessari stöðugu vakt megi vara við yfirvof- andi hættu af eldgosi. Erfitt er að segja til urn það hversu langur við- vörunartími gæti orðið. Hann gæti orðið mjög stuttur en hann gæti líka orðið nokkrir klukkutímar. Allavega réttlætir þessi möguleiki að hafa vakt á mælunum vegna fólksins og verð- mæta, senr í húfi eru á Kröflu- og Námafjallssvæði. Til þess að hafa sem best yfirlit yfir skjálftavirknina og þær breytingar, sem á henni verða eru skjálftarnir taldir daglega og fjöldi skjálfta á dag á Reynihlíðarmælinum notaður sem mælikvarði á virkni svæðisins. Þessi fjöldi er breytilegur frá degi til dags og hefur því verið horfið til þess ráðs að mynda 5 daga hlaupandi meðaltöl af þessum fjölda, til þess að fá yfirlit yfir hina hægfara þróun í þessum mál- um. Á línuritinu á efri hluta 6. mynd- ar má sjá hvernig 5 daga meðaltal fjölda skjálfta hefur breyst á undan- förnum mánuðum. Upplýsingar unr skjálftafjölda eru fengnar frá Páli Einarssyni, Raunvísindastofnun há- skólans. Hér eru eingöngu taldir skjálftar, sem eiga upptök innan Kröfluöskjunnar og ná ákveðinni stærð á Reynihlíðarmælinum. Eru þeir flestir svo litlir að þeir koma að- eins fram á mælurn en finnast ekki af fólki. Af línuritinu sést að jarðskjálfta- virkni á Kröflusvæðinu náði hámarki skömrnu eftir miðjan janúar, en minnkaði síðan jafnt og þétt. Eftir miðjan janúar 1976 varð ekki vart við neina skjálfta stærri en 3 á Richter- kvarða. Smáskjálftavirkni hélst þó nokkuð stöðug fram í maílok eða um 15 skjálftar á dag á nrælinum í Reynihlíð. Síðan jókst smáskjálfta- virknin verulega og sáust á nrælum mest 135 skjálftar á dag hinn 21. sept- ember, þá nrinnkaði skjálftavirknin skyndilega á fáum dögunr og töldust venjulega færri en 10 skjálftar á dag allan fyrri hluta októbermánaðar en þá jókst virknin aftur og komst 5 daga meðaltalið upp í 94 lrinn 27. október. Þá datt virknin aftur niður og var meðaltalið lægra en 3 skjálftar á dag allt fram í janúar 1977. Þá fer skjálfta- fjöldinn enn vaxandi og nær hámarki 20. janúar, er hann nam um 100 skjálftum á sólarhring að meðaltali. Eftir 20. janúar og fram undir mán- aðamótin febrúar-mars 1977 eru skjálftar mjög fáir, en þá fjölgar þeim skyndilega og er fjöldinn á milli 100 og 130 að meðaltali fram að 27. apríl, er gos og landsig verða á Kröflusvæði og skjálftavirknin dvínar innan öskj- 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.