Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 8
hafa orðið 15 gos á sama tíma. Síð- ustu 3000 árin hefur gosið 6—7 sinn- um á Kröflusvæðinu og þá oftast ná- lægt miðjum sprungusveimnum nærri rniðju öskjunnar. Skráðar heimildir eru aðeins til um eitt gos á Kröflu-Námafjallssvæði, en það er um Mývatnselda svonefnda, er stóðu aðallega frá 1724—1729 en með eftirhreytum til 1746 (Þorvaldur Thoroddsen, 1908). Þeir hófust með jarðskjálftum og sprengi- eða þeyti- gosi í maí 1724 og varð þá til gígur- inn Víti. Skjálftar og sprunguhreyf- ingar héldust næstu árin en hraungos hófust ekki fyrr en seinni hluta árs 1727 og stóðu fram í september 1729. Þá rann Leirhnj úkshraun svo og tvö smærri hraun í Bjarnarflagi og Hrossadal. Á 2. mynd má sjá út- breiðslu þessara hrauna. Þau þekja alls um 35 krn2 lands og hefur rúm- mál þeirra verið áætlað um 0,4—0,5 km3 (400—500 milljónir rúmmetra). Þetta er annað stærsta luaungos, sem orðið hefur á Kröflusvæði á nútíma. Á 2. mynd má sjá einfaldaðan upp- drátt af jarðfræði Kröflusvæðsins, með Kröfluöskjunni og sprungu- sveimnum, sem liggur í gegnum hana. Inn á myndina eru merkt nýjustu hraun, jarðhitasvæði og helstu mann- virki. Svipaðir atburðir og urðu í Kröflu- sveimnum í Mývatnseldum áttu sér stað í öskjusveimnum á seinni hluta 19. aldar. 1874 gaus tvisvar í Öskju og einu sinni í Sveinagjá. Árið áður hafði orðið vart við sprungumyndan- ir og aukna hveravirkni í sprungu- sveimnum. Ekki er getið um neinar hræringar í Kröflusveimnum í það sinn. Annálar geta um jarðskjálfta og sprunguhreyfingar í Þeistareykja- sveimnum snemma á 17. öld. Söguleg- ar heimildir benda því til þess að brotahreyfingar og eldgos verði i eld- gosabelti Norðausturlands á 100—150 ára fresti og séu þá oftast takmörkuð við einn sprungusveim í hvert sinn (Axel Björnsson o. fl., 1977). Eldgos i desember 1975 og april 1977 Hinn 20. desember 1975 hófst eld- gos við Leirhnjúk, en hann er mó- bergshryggur á miðjum sprungu- sveimnum nálægt miðri Kröfluöskj- unni. Greinargóð lýsing er til á gos- inu eftir Odd Sigurðsson (1976) og verður því hér aðeins stiklað á stóru. Samkvæmt upplýsingum frá fólki í Mývatnssveit svo og farþegum flug- véla, sem flugu yfir svæðið, mun gos- ið hafa hafist um kl. 11:08. Ljós- myndir sem teknar voru af gosinu um 30 mínútum seinna sýna að liraun- rennsli var þá þegar Itætt að mestu. Flatarmál hraunsins er ekki nema unt 3-105 m2 (30 hektarar) og meðalþykkt um eða innan við 1 m. Rúnunál hraunsins er jtví nálægt 0,3 milljón- unt rúmmetra. Þetta gos kom upp á sömu gígaröð og gaus úr í Mývatns- eldum. Hraun rann úr jtremur gígunt. Mest kom úr gíg, sem er um 800 nt norður af Leirhnjúk en tvær ntinni spýjur komti úr gígum um 2 km norð- an Leirhnjúks (2. mynd). Auk jtessara hraungíga mynduðust tveir gígar er spúðu gjalli og leirslettum. Hvera- virkni jókst nokkuð á gossprungunni, ný gufuaugu mynduðust og mikið vatn gaus upp um suma gígana eftir að hraunrennsli hætti. Virkni dvínaði 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.