Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 15
ný uns aftur varð sig hinn 20. janúar 1977, sem nam um 32 cm. Að því loknu tók land að rísa með svipuðum hraða og áður. í þetta sinn reis land innan Kröfluöskjunnar hærra en nokkru sinni fyrr frá því fyrir gosið í desember 1975, og átti ekki eftir nema um 50 cm í hámarkshæð fyrir desembergosið 1975 er mikið sig hófst hinn 27. apríl 1977. Landið tók að síga um hádegisbil og var sighraðinn meiri en nokkru sinni fyrr. Sigið stóð ylir í rúman sólarhring og náði alls um 91 cm. Land tók að rísa aftur 30. apríl og rís, þegar þetta er skrifað (maí 1977) með svipuðum hraða og áður eða um 7 mm/sólarhring þar sem ris er mest. Á neðri hluta 6. myndar má sjá hæðarbreytingu lands í mælipunkti F 5596, sem er í Leirbotnum skammt norðaustur af stöðvarhúsi Kröfluvirkj- unar. Þessi punktur er um 800 m frá miðju þess svæðis, er mest hefur sigið og risið, og eru hæðarbreytingar á honum um 10% minni en á miðju mesta ris- og sigsvæðisins. Sem við- miðun er notað fastamerki að Arnar- vatni við suðurenda Mývatns. Halla- breytingar á stöðvarhúsi hafa verið umreiknaðar í hæðarbreytingu til að fá samfelldari mynd af hreyfingunni. Greinilega má lesa þróun mála á Kröflusvæði út úr þessu hæðarlínu- riti. Land á þessum slóðum er í maí 1977 um 1,3 m lægra en það var fyrir gosið í desember 1975. Skjálftavirhni Haustið 1973 og vorið 1974 voru settir upp 3 smáskjálftamælar á Norð- austurlandi. Mælarnir eru á Skinna- stað í Axarfirði, að Grímsstöðum á Fjöllum og á Húsavík. í júlí 1975 var bætt við mæli í Reynihlíð, vegna gruns um, að óvenjulegur órói væri á Kröflusvæðinu. Þegar á leið kom í ljós að skjálftavirkni var í reynd óvenju mikil á þessu svæði og var þá bætt við tveimur smáskjálftamælum í viðbót, öðrum við vinnubúðirnar í Kröflu og hinum í Gæsadal. Þessir rnælar voru settir í gang í október og nóvember 1975. Áður hafði verið mælt á Kröflusvæðinu af erlendum vísindamönnum. Við mælingar 1967 kom í ljós að svæðið var mjög virkt og fundust 100 smáskjálftar á dag á mæli, sem var staðsettur rétt við Kröflu. Mælingar frá árunum 1968 og 1970 sýndu aftur á móti að virknin var verulega minni og mældust ekki nema um 20 skjálftar á 10 dögum (upplýsingar frá Páli Einarssyni, Raunvísindastofnun háskólans). Þess- ar tölur eru að sjálfsögðu ekki sam- bærilegar við þær tölur, sem nú eru gefnar upp um skjálftavirkni á svæð- inu, þar sem mælarnir voru ekki á sama stað og nú og höfðu aðra næmni, en benda þó á að virkni getur verið mjög mismunandi frá ári til árs á hin- um virku eldfjöllum landsins. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Stefánssonar, Veðurstofu Islands, komu mun fleiri skjálftar, með upp- tök á Kröflusvæði, frarn á mælum á Akureyri árið 1975 en ein 10 ár þar á undan. Á árunum 1964—1974 voru að jafnaði 4 skjálftar á ári, stærri en 2 á Richter á Kröflusvæði, en á árinu 1975 fram að gosinu í Leirhnjúk voru þeir 45 að tölu. í Reynihlíð er fylgst stöðugt með þremur skjálftamælum, það eru mæl- 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.