Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 43
Eyþór Einarsson: Galium palustre L., mýramaðra, fundin á Islandi I. í gömlum skrám yfir íslenskar plöntur hafa grasafræðingar seinni ára löngum hnotið um ýmsar vafasamar tegundir. Hvort þessar tegundir hafa í rauninni fundist hér, eða iivort um rangar tegundaákvarðanir hefur verið að ræða, verður aldrei sagt með neinni vissu. En það er sameiginlegt með þeim öllum, að ])að eru hvergi til eintök af þeim í söfnum til að stað- festa fund þeirra hér á landi. Flestir grasafræðingar, sem um ]>etta hafa fjallað, hafa þó ekki álitið neitt ]jví til fyrirstöðu, að sumar ]jess- ara tegunda gætu hafa fundist hér, þó ]tað verði vitaskuld Jtvorki sannað né afsannað. Enda hafa sumar þeirra fundist liér á síðari árum svo ekki verður um villst, og nægir þar að nefna hagastör, Carex pulicaris L. (um útbreiðslu hennar hérlendis sjá Eyþór Einarsson, 1959), skeggburkna, As- plenium septentrionale (I..) Hoffm. (Steindór Steindórsson, 1961) og svart- burkna, Asplenium trichomanes L. (Eyþór Einarsson, 1961). Aftur á nióti hafa grasafræðingar áliiið ósennilegra, að ýmsar aðrar þessara vafasömu tegunda hafi nokk- urn tíma fundist villtar hér á landi, þó þar sé einnig erfitt að fullyrða nokktið. Sést það best á því að Jo- hannes Gr0ntved taldi á sínum tíma (Gr0ntved, 1942) ólíklegt að Juncus squarrosus L., stinnastef, hefði nokk- urn tírna fundist hér á landi, þó þess væri getið í gömlum plöntuskrám. En eins og við vitum hefur stinnastef síðan fundist hér, bæði á Ströndum og þó einkum á Austfjörðum (sbr. Ingimar Óskarsson, 1947 og Eyþór Einarsson, 1959). í flestum þessum gömlu plöntu- skrám er Galium palustre L., sem ég hef nefnt mýramöðru á íslensku, talin vaxa á Islandi. Hennár er fyrst getið héðan árið 1770 í nafnaskrá ylir íslenskar plöntur sem danski grasa- fræðingurinn Otto Friederich Múller tók saman eftir upplýsingum og söfn- um apótekarans, læknisins og grasa- fræðingsins Johans Gerards Königs, sem dvaldist hér á landi sumurin 1764-65 (O. F. Múller, 1770), en König birti sjálfur ekki neitt á prenti um þessar rannsóknir sínar hér. í þessari skrá eru engar upplýsingar um plöntuna sjálfa né útbreiðslu hennar hér á landi, hennar er aðeins getið þar Náttúrufræðingurinn, 4(i (4), 1976 217

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.