Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 38
3. mynd. Botnskafan dregin um horð í r/s Hafþór. Myndin var tekin 1975 við Vestmannaeyjar. — Ruck dredge used for the sampling programme. Við Díönuboða veittist auðveldara að staðsetja skipið rétt enda er lands- lag botnsins þannig að bafa má blið- sjón af dýptarmæli við staðsetning- una. Þrjú tog voru tekin í vesturhlíð- um boðans og sýnir tafla I fjölda hnullunga í hverju togi (Dl—3). Greining sýna Þeir eiginleikar storkubergs, sem telja má dæmigerða um megineld- stöðvar eru e. t. v. helst a) hátt hlut- fall súrra og ísúrra bergtegunda eða gabbrós, b) merki um mikla jarðhita- ummyndun og c) óvenjulega rnikil segulmögnun. Til þess að kanna, hvort þessi ein- kcnni væri að finna á sýnunum frá Breiðafirði og Díönuboða, var ákveð- ið að greina sýnin til tegunda með smásjárathugunum og huga um leið að ummyndun. Þá var segulmögnun mæld í sýnurn, þ. e. bæði varanleg segulmögnun (J) og segulhrifstuðull (k), en heildarsegulmögnun bergs er um 0.5 k ± J, eftir því hvort bergið er „rétt“ eða „öfugt“ segulmagnað. Talsvert hefur verið unnið að slíkum segulmælingum á islenskum hraun- um, en oftast hefur verið sneitt hjá megineldstöðvum vegna ummyndun- ar í þeim. Áður en rætt verður um niðurstöð- ur þessara athugana er þó nauðsyn- legt að taka fram, að réttmæti niður- staðna okkar byggist að verulegu leyti á því, að unnt sé að líta svo á, að sýn- in séu ekki af aðfluttu efni, heldur hafi Jrau færst lítið úr stað eftir að þau brotnuðu úr föstum berggrunni. Sýnin er Díönuboða voru tekin úr brattri vesturhlíð boðans og þótt margir hnullungar þaðan iiafi verið nokkuð ávalir, voru aðrir með fersk- um brotsárum, sem benda lil þess að þeir hafi verið rifnir úr föstu bergi. Ávölun sú, sem orðið hefur á tals- verðum hluta sýnanna, hefur trúlega orðið við öldurót við lægri sjávar- stöðu en nú er og teljum við enga ástæðu til að efast um að sýnin séu dæmigerð urn berggrunn á þessum stað. Aðstæður voru að ýmsu leyti erfið- ari í Breiðafirði þar sem mishæðir voru minni á sýnatökustöðum og erf- iðara að hitta á mishæðarbrúnir með botnsköfunni, sérstaklega á stað 1. Því verður að hafa nokkurn fyrirvara á ályktunum um berggrunn á stöðun- unr tveimur í Breiðafirði. 212

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.