Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 19
megin við. Þar virðist reyndar einnig hafa orðið landris og mátti greini- lega sjá að vatnsbakki Mývatns hafði hækkað nálægt 25 cm við Reykjahlíð. Svipað og í Gjástykki áður, urðu einnig breytingar á hverasvæðunum í Bjarnarflagi í kjölfar sprungumynd- ananna. Um morguninn 29. apríl kom í ljós að nýir hverir og gufuaugu höfðu myndast á Krummaskarðs- sprungunni sunnan þjóðvegarins. Mikið jarðrask varð í sprungunni og höfðu hverirnir opnast við misgengis- stalla og jarðföll, er voru allt að 4 m djúp. Einnig varð vart við greinilega þrýstingsaukningu í borholum í Bjarnarflagssvæðinu. Hinn kunni baðstaður Grjótagjá var ein þeirra sprungna, er mest gliðnuðu í þessurn viðburðum. Grjót hrundi víða úr þaki og veggjum gjár- innar, svo óvíst er um framtíð henn- ar sem baðstaðar. Aðrar vicelingar og athuganir Auk þeirra mælinga og athugana, sem þegar hefur verið fjallað um hér að framan, eru framkvæmdar rnarg- víslegar aðrar rannsóknir á Kröflu- Námafjallssvæði. Yfirleitt eru þetta langtímaathuganir, sem gefa ekki nið- urstöðu fyrr en eftir margendurtekn- ar mælingar í nokkra mánuði eða ár. Má í þessu sambandi nefna nákvæm- ar fjarlægðamælingar á milli fasta- merkja bæði á Leirhnjúkssvæðinu og í Gjástykki svo og við Námfajall. Út úr þessum mælingum má væntanlega fá vitneskju um heildarhreyfingu svæðisins og þar með mæla landrek beint. Á Kröflusvæði eru gerðar ná- kvæmar þyngdarmælingar, sem þegar hafa veitt mikilvægar upplýsingar til túlkunar á eðli landriss og sigs innan Kröfluöskjunnar. Fylgst er reglulega með afli og efnainnihaldi borholu- vatns bæði við Kröflu og í Bjarnar- flagi og hafa þar komið fram rnark- verðar breytingar, sem tengdar eru eldvirkni og hræringum á svæðinu. Sama máli gegnir um gassýni, sem tekin eru úr hverum og gufuaugum. Auk þess má nefna viðnámsmælingar, sem gerðar eru annað slagið til þess að fylgjast með breytingum á vatns- gengd og hitastigi í jarðlögum. Heildarniðurstöður þessara lang- tímaathugana liggja yfirleitt ekki fyr- ir ennþá. Þó hefur komið í ljós við nákvæma lengdarmælingu, sem gerð var í byrjun maí 1977 á milli fasta- merkja á austurbakka Mývatns og á Námafjalli, að þessi vegalengd hafði lengst urn 2,15 m. Hefur þetta skeð við gliðnunina, er varð eftir landsigið 27. apríl s.l., en þá mældist heildar- gliðnunin á einstökum sprungum rúrnir 2 metrar á milli Grjótagjár og Krunnnaskarðs. Gott samræmi er á milli þessara mæliaðferða og má jafn- vel fullyrða að hér hafi landrek á gliðnunarbelti verið mælt beint í fyrsta skipti í sögu jarðvísindanna. Orsakir jarðhrœringa við Kröflu og Námafjall Hér að framan hafa verið sett fram margvísleg gögn, sem safnað hefur verið á Kröflusvæði og víðar á Norð- austurlandi undanfarna mánuði. Til þess að geta gert sér einhverja hug- mynd um eðli þeirra viðburða, er átt hafa sér stað og eru enn að gerast á þessum slóðum, er nauðsynlegt að fella þessi gögn inn í eina heildar- 193 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.