Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 19
megin við. Þar virðist reyndar einnig hafa orðið landris og mátti greini- lega sjá að vatnsbakki Mývatns hafði hækkað nálægt 25 cm við Reykjahlíð. Svipað og í Gjástykki áður, urðu einnig breytingar á hverasvæðunum í Bjarnarflagi í kjölfar sprungumynd- ananna. Um morguninn 29. apríl kom í ljós að nýir hverir og gufuaugu höfðu myndast á Krummaskarðs- sprungunni sunnan þjóðvegarins. Mikið jarðrask varð í sprungunni og höfðu hverirnir opnast við misgengis- stalla og jarðföll, er voru allt að 4 m djúp. Einnig varð vart við greinilega þrýstingsaukningu í borholum í Bjarnarflagssvæðinu. Hinn kunni baðstaður Grjótagjá var ein þeirra sprungna, er mest gliðnuðu í þessurn viðburðum. Grjót hrundi víða úr þaki og veggjum gjár- innar, svo óvíst er um framtíð henn- ar sem baðstaðar. Aðrar vicelingar og athuganir Auk þeirra mælinga og athugana, sem þegar hefur verið fjallað um hér að framan, eru framkvæmdar rnarg- víslegar aðrar rannsóknir á Kröflu- Námafjallssvæði. Yfirleitt eru þetta langtímaathuganir, sem gefa ekki nið- urstöðu fyrr en eftir margendurtekn- ar mælingar í nokkra mánuði eða ár. Má í þessu sambandi nefna nákvæm- ar fjarlægðamælingar á milli fasta- merkja bæði á Leirhnjúkssvæðinu og í Gjástykki svo og við Námfajall. Út úr þessum mælingum má væntanlega fá vitneskju um heildarhreyfingu svæðisins og þar með mæla landrek beint. Á Kröflusvæði eru gerðar ná- kvæmar þyngdarmælingar, sem þegar hafa veitt mikilvægar upplýsingar til túlkunar á eðli landriss og sigs innan Kröfluöskjunnar. Fylgst er reglulega með afli og efnainnihaldi borholu- vatns bæði við Kröflu og í Bjarnar- flagi og hafa þar komið fram rnark- verðar breytingar, sem tengdar eru eldvirkni og hræringum á svæðinu. Sama máli gegnir um gassýni, sem tekin eru úr hverum og gufuaugum. Auk þess má nefna viðnámsmælingar, sem gerðar eru annað slagið til þess að fylgjast með breytingum á vatns- gengd og hitastigi í jarðlögum. Heildarniðurstöður þessara lang- tímaathugana liggja yfirleitt ekki fyr- ir ennþá. Þó hefur komið í ljós við nákvæma lengdarmælingu, sem gerð var í byrjun maí 1977 á milli fasta- merkja á austurbakka Mývatns og á Námafjalli, að þessi vegalengd hafði lengst urn 2,15 m. Hefur þetta skeð við gliðnunina, er varð eftir landsigið 27. apríl s.l., en þá mældist heildar- gliðnunin á einstökum sprungum rúrnir 2 metrar á milli Grjótagjár og Krunnnaskarðs. Gott samræmi er á milli þessara mæliaðferða og má jafn- vel fullyrða að hér hafi landrek á gliðnunarbelti verið mælt beint í fyrsta skipti í sögu jarðvísindanna. Orsakir jarðhrœringa við Kröflu og Námafjall Hér að framan hafa verið sett fram margvísleg gögn, sem safnað hefur verið á Kröflusvæði og víðar á Norð- austurlandi undanfarna mánuði. Til þess að geta gert sér einhverja hug- mynd um eðli þeirra viðburða, er átt hafa sér stað og eru enn að gerast á þessum slóðum, er nauðsynlegt að fella þessi gögn inn í eina heildar- 193 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.