Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 58
túnvingulsbeltinu. Greinilega var um nokkrir tegundir að ræða, en þær hafa ekki verið greindar. Skortítan Salda littoralis kom í gildrur á Iitlu hæðar- bili frá efri hluta fitjungsbeltis að efri hluta túnvingulsbeltis. Langfætl- an Mitopus morio fannst frá efsta hluta fitjungsbeltisins og upp úr. Aðrar tegundir sem fundust á fitj- unum (stöðvunum A—K) en þær sem taldar eru í töflu 2 voru eftirfarandi (heildarfjöldi einstaklinga og stöðvar sýndar innan sviga): Mari'lær (Amphipoda): Gammarus marinus Leach (3, A), Gammarus ocean- icus Segarstrale (2, A). Þanglýs (Isopoda): Jaera sp. (5, A). Sniglar (Gastropoda): Littorina saxatilis (Olivi) (3, A, C). Ujiill- ur (Coleoptera): Nebria gyllenhali Schnh. (2, H, I), Calathus melanocephalus L. (2, J, K), Omalium excavatum Steph. (1, I), Lesteva longelytrata Gze. (8, G, H, I), Philonthus trossulus Nordm. (3, J, K), Quedius fulvicollis Steph. (3, K), Atheta graminicola Gr. (1, J), Alheta islandica Kr. (2, I, J), Atheta excellens Kr. (1, J), Atheta atramentaria Gyll. (2, K), Oxy- poda islandica Kr. (3, J, K), Oxypoda soror Thoms. (3, I, J), Atomaria apicalis Er. (3, I, J, K), Phaedon concinnus Steph. (1, I), Otiorrhynchus arclicus O. Fabr. (2, H, 1). Tvivængjur (Diptera): Tricocera maculi- pennis Meig. (3, C, G, FI), Exechia fusca Meig. (1, G), Exechia nigra Edw. (1, I), Chironomidae (2, K), Megaselia giraudii Egg. (1, I), Coelopa frigida Fabr. (4, A, B), Copromyza similis Coll. (5, E, G, I), Limo- sina sp. (1, E), Scatophaga villipes Zett. (4, E, H, I, J), Scatophaga furcata Say (1, I), Fucellia fucorum Fall (1, E). Blaðlýs (Hemiptera): Arclolliezia cataphracta (I, K), Hemiptera sp. (4, H, J). Köngulær (Araneae): Phaulothrix hardyi (Blw) (8, I, K), Leptoroptrum robustum (Westr) (8, D, G, J, K), Gonatium rubens (Blw.) (I, K), Wilderia nodosa (Chr) (1, K), Savignia frontata (Blw.) 1, I), Xysticus cristatus (Cl.) (1, K). Enda þótt hver dýrategund virðist dafna best á afmörkuðu bili fitjanna, sem er mjög misjafnlega staðsett eftir tegundum, verða hvergi sérlega sköp skil á tegundasamsetningu, jafnvel ekki þar sem gjörbreytir um gróður, eins og á milli stöðva G og H. Dýra- líf á efstu stöðvum, K, virðist unt flest líkt því sem gerist á næstu stöðv- um fyrir neðan, enda þótt verulegar breytingar verði á gróðri á því bili. Dýrategundir skipa sér jtvi ekki í glögg belti eins og gróðurinn, enda ekki við því að búast vegna hreyfan- leika dýranna. Þegar litið er á heildarfjölda greindra tegunda og safnhópa dýra á einstökum stöðvum, sést að tegunda- fjölbreytnin er lág á neðanverðum fitjunum, en um efri helming fitj- ungsbeltisins fer tegundafjöldinn vax- andi upp eftir allt að efri helming túnvingulsbeltisins, en virðist nokkuð stciðugur úr jtví (4. mynd). Fjölbreytni dýra hagar sér ]>ví á annan hátt en fjölbreytni gróðurs, sem ekki fer að aukast fyrr en komið er upp úr fitj- unum. í töflu 2 hefur tegundum (eða safn- hópum) verið skipt í hafræn dýr eða landræn, eftir því hvort útbreíðsla þeirra nær niður fyrir eða upp úr fitjunum (engin tegund nær bæði upp og niður fyrir fitjarnar) eða eftir jtví hvort nánustu ættingjar þeirra eru sjávar (fjöru)- eða landdýr, séu tegundirnar bundnar við hæðarsvæði fitjanna. Eins og við er að búast fækk- ar hafrænum tegundum ört upp eftir, og eru jtær aðeins í meirihluta á neðstu stöðvum (A). Landrænar teg- undir eru yfirgnæfandi á hinum eig- inlegu fitjum og fer fjöldi tegunda af 232

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.