Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 49
Agnar Ingólfsson: Smádýralíf og gróður á sjávarfitjum við Gálgahraun Sjávarfitjar eða sjávarflæðar nefn- ast gróðurlendi við efri mörk fjöru, þar sem háplöntur eru ríkjandi og jarðvegur leirborinn. Sjór, oft meira eða minna blandinn fersku vatni fellur yfir sjávarfitjar annað slagið, en þó mjög sjaldan yfir efri hluta þeirra. Gróður fitja hefur allnokkuð verið kannaður hérlendis (Jónsson, 1913, Steindórsson, 1954, Hadac, 1970), en þó hefur lítið verið reynt að tengja gróðurfar við sjávarstöðu og sjávar- föll, enda erfiðleikum bundið víðast hvar á landinu vegna ónógra upplýs- inga um sjávarföll. Smádýralíf ís- lenskra fitja hefur hins vegar ekki verið kannað svo neinu nemi. Ákvað ég því að framkvæma dálitla könnun á gróðri og smádýralífi á fitjum við Gálgahraun í Skerjafirði, og þá eink- um útbreiðslumynstri einstakra teg- unda með hliðsjón af sjávarföllum. Sjómælingar íslands reka síritandi sjávarstöðumæli í Reykjavíkurhöfn, og hef ég gert ráð fyrir því að mæl- ingar í Reykjavíkurhöfn eigi einnig við aðstæður við Gálgahraun, enda stutt á milli. Aðferðir Sett voru niður tvö snið þvert á fitjarnar við Gálgahraun og voru tun það bil 50 m á milli þeirra (ekki ná- kvæmlega mælt). Á hverju sniði voru mældar ut 11 stöðvar á 15 cm hæðar- fresti. Spönnuðu stöðvarnar því 150 cm hæðarbil. Stöðvarnar voru auð- kenndar með bókstöfum, og voru hin- ar neðstu nefndar A, en hinar efstu K. Stöðvar auðkenndar með sama bókstaf voru í sömu hæð á báðum sniðum. Hæð A stöðva var 3.20 m yfir 0-punkti Sjómælinga, en K stöðvar voru í 4.70 m hæð. Á hverri stöð var metin þekja hverrar plöntutegundar á einum 1 X 1 m reit (að næsta prósentu- tug), en í miðju hvers reits var sett fallgildra. Fallgildra er plastmál, sem grafið er ofan í jarðveginn þannig, að barmar málsins eru í sömu hæð og yfirborð jarðvegs. Þvermál opsins er 7 cm. í málinu eru formalínblanda, en í um 3 cm hæð yfir því er komið i'yrir fötuloki til þess að verja það úr- komu. Dýr, sem eru á ferli í kringum gildrurnar, eiga á hættu að falla ofan í þær og drepast. Fjöldi dýra, sem fæst í gildrur þessar, er einhver mæli- kvarði á magn dýra í nágrenni gildr- anna, en ekki er unnt að reikna fjölda á flatareiningu út frá niðurstöðun- um. Gildrurnar eru mjög misveiðnar Náttúrufræðingurinn, 46 (4), 1976 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.