Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 49
Agnar Ingólfsson: Smádýralíf og gróður á sjávarfitjum við Gálgahraun Sjávarfitjar eða sjávarflæðar nefn- ast gróðurlendi við efri mörk fjöru, þar sem háplöntur eru ríkjandi og jarðvegur leirborinn. Sjór, oft meira eða minna blandinn fersku vatni fellur yfir sjávarfitjar annað slagið, en þó mjög sjaldan yfir efri hluta þeirra. Gróður fitja hefur allnokkuð verið kannaður hérlendis (Jónsson, 1913, Steindórsson, 1954, Hadac, 1970), en þó hefur lítið verið reynt að tengja gróðurfar við sjávarstöðu og sjávar- föll, enda erfiðleikum bundið víðast hvar á landinu vegna ónógra upplýs- inga um sjávarföll. Smádýralíf ís- lenskra fitja hefur hins vegar ekki verið kannað svo neinu nemi. Ákvað ég því að framkvæma dálitla könnun á gróðri og smádýralífi á fitjum við Gálgahraun í Skerjafirði, og þá eink- um útbreiðslumynstri einstakra teg- unda með hliðsjón af sjávarföllum. Sjómælingar íslands reka síritandi sjávarstöðumæli í Reykjavíkurhöfn, og hef ég gert ráð fyrir því að mæl- ingar í Reykjavíkurhöfn eigi einnig við aðstæður við Gálgahraun, enda stutt á milli. Aðferðir Sett voru niður tvö snið þvert á fitjarnar við Gálgahraun og voru tun það bil 50 m á milli þeirra (ekki ná- kvæmlega mælt). Á hverju sniði voru mældar ut 11 stöðvar á 15 cm hæðar- fresti. Spönnuðu stöðvarnar því 150 cm hæðarbil. Stöðvarnar voru auð- kenndar með bókstöfum, og voru hin- ar neðstu nefndar A, en hinar efstu K. Stöðvar auðkenndar með sama bókstaf voru í sömu hæð á báðum sniðum. Hæð A stöðva var 3.20 m yfir 0-punkti Sjómælinga, en K stöðvar voru í 4.70 m hæð. Á hverri stöð var metin þekja hverrar plöntutegundar á einum 1 X 1 m reit (að næsta prósentu- tug), en í miðju hvers reits var sett fallgildra. Fallgildra er plastmál, sem grafið er ofan í jarðveginn þannig, að barmar málsins eru í sömu hæð og yfirborð jarðvegs. Þvermál opsins er 7 cm. í málinu eru formalínblanda, en í um 3 cm hæð yfir því er komið i'yrir fötuloki til þess að verja það úr- komu. Dýr, sem eru á ferli í kringum gildrurnar, eiga á hættu að falla ofan í þær og drepast. Fjöldi dýra, sem fæst í gildrur þessar, er einhver mæli- kvarði á magn dýra í nágrenni gildr- anna, en ekki er unnt að reikna fjölda á flatareiningu út frá niðurstöðun- um. Gildrurnar eru mjög misveiðnar Náttúrufræðingurinn, 46 (4), 1976 223

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.