Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 45
um einhvern rugling legunda sé að ræða. Mjög ýtarleg skrá yfir íslenskar plöntutegundir birtist í ritgerð um flóru íslands eftir enska grasafræði- prófessorinn Charles C. Babington ár- ið 1871. Hann hafði dvalist hér á landi nokkrar vikur sumarið 1846 (C. C. Babington, 1871), en þar að auki kynnt sér hvað til væri af íslenskum plöntum í söfnum og það sem um þær hafði komið á prenti. Þar eru nefndar nokkrar möðrutegundir og meðal þeirra Gálium palustre, en um hana segir Babington að hennar sé getið í öllum skrám héðan og hljóti hún því að vera algeng, Jíó hann Jrekki enga vaxtarstaði. Þó engin ís- lensk tegundanöfn séu nefnd er aug- Ijóst að hér er ekki átt við hvítmöðru, Jrví báðar Jrær tegundir nágranna- landanna sem líkastar eru hvítmöðru og oftast ruglað saman við hana, og getið var hér að ofan, eru í Jsessari skrá taldar vaxa á íslandi og er J)ar auðvitað komin hvítmaðran. Þær yngri heimildir um íslenskar blómplöntur sem mér eru kunnar geta Galium palustre L. hvergi sem íslenskrar tegundar. Og í hinu ná- kværna yfirlitsriti sínu um íslenskar háplöntur álítur Johannes Grþntved (1942) öruggast að telja þessa tegund ekki til íslensku flórunnar, þar sem engin eintök séu til af henni í söfn- um. Þar við má svo bæta Jtví, að hvergi eru í þessum gömlu ritum, þar sem tegundarinnar er getið héðan, til- greindir neinir vaxtarstaðir hennar hér á landi. II. Á meðal þess sem lil er af íslensk- um möðrum í grasasafni Náttúru- fræðistofnunar Islands er eitt eintak sér á örk, án blóma og aldina, sem safnað hefur verið í Flóanum í byrj- un september 1943, og síðar hafa ver- ið skrifuð á rniðann orðin „austur með braut“, en finnanda er ekki get- ið. Þetta eintak er ákvarðað sem þrenningarmaðra, sem þá var talin vera tegundin Galium trifidum L. en nú er talin tilheyra amerísku tegund- inni Galium brevipes Fern. & Wieg. Á örkinni er svo viðbótarmiði þar sem Áskell Löve staðfestir að Jætta sé þrenningarmaðra. Þetta eintak er Jró að ýrnsu leyti ólíkt þrenningarmöðru eins og hún oftast er hér á landi, Jrað er grann- vaxnara og blöðin lengri og mjórri, og hafði ég ])ví verið í töluverðum vafa um hvort Jretta væri örugglega þrenningarmaðra. III. Snemma árs 1973 afhenti Arnjrór Garðarsson dýrafræðingur Náttúru- fræðistofnun nokkuð af plöntum sem hann og Jón Baldur Sigurðsson dýra- fræðingur höfðu safnað á ýmsum stöð- um. Þar á meðal voru nokkur eintiik af möðru sem Jteir höfðu safnað í tjarnarstæði nálægt Stokkseyri í júlí 1970 og ákvarðað senr þrenningar- möðru. Þessi eintök líktust mjög möðrunni blómlausu úr Flóanum, sem áður er getið, en voru með blóm- um. Við nánari athugun kom fljótt í ljós að Jsessi blóm voru öll greini- lega fjórdeild og Jjví gat ekki verið um þrenningarmöðru að ræða, held- ur benti allt til að þarna væru loksins komin í leitirnar íslensk eintök af Galium palustre L. svo óyggjandi 219

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.