Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 54
rubra) skyndilega við sem ríkjandi tegund. Túnvingulsheltið spannar um 30 cm hæðarbil, en mestri grósku nær túnvingullinn á H og I stöðvum, en sjór fellur yfir það svæði um 10— 20 sinnum á ári. Fáar háplöntuteg- undir aðrar eru á þessu belti, og það er ekki fyrr en komið er að K stöðv- um, að skyndileg aukning verður á tegundafjölda (2. mynd). Á K stöðv- um, sem fara aldrei í kaf (þótt sjór skvettist eflaust stundum yfir þær í hvössu), eru skriðlíngresi (Agroslis stolonifera) og blávingull (Festuca xjivipara) orðnar ríkjandi tegundir. Ekki virðist fráleitt að líta á svæð- ið frá neðri mörkum sjávarfitjungs (nálægt B stöðvum) upp undir K stöðvar sem hinar eiginlegu sjávar- fitjar, þar sem áhrif sjávar á tegunda- samsetningu og tegundafjölda eru greinileg á öllu því svæði. betta svæði spannar um 1.25 m hæðarbil við Gálgahraun. Eflaust er þó um ein- hver áhrif sjávar að ræða þar fyrir ofan, þótt þau séu lítt merkjanleg. Af plöntum þeim, sem fundust í mælireitum er aðeins sjávarfitjungur- inn bundinn við fitjar eða tilsvarandi liæðarsvæði í fjörum. Allar aðrar há- plöntutegundir eru einnig algengar ofan fitja og ekki háðar nálægð við sjó. bær tegundir geta nýtt sér þau skilyrði, sem skapast á fitjum fremur mörgum öðrum tegundum háplantna, en þessi sérstöku skilyrði eru þeirn ekki nauðsynleg Brúnþörungarnir tveir eru eigi heldur bundnir fitjum, en vaxa einnig í fjörunni rétt neðan þeirra. Til fyllingar skal þess getið, að utan mælireita á Gálgahraunsfitjum fundust til viðbótar þeim tegundum sent skráðar eru í töflu 1 stjörnuarfi (Stellaria crassifolia) og hrímblaðka (Atriplex patula). Uxu þessar tegund- ir við elri jaðar sjávarfitjungsbeltis- ins. Gróður á sjávarfitjum við Gálga- hraun virðist svipaður því sem hann er á sjávarfitjum víða annars staðar hérlendis, þar sem vel saltur sjór fell- ur yfir. Þó er efri hluti fitjanna, ofan fitjungsbeltisins, nokkuð breytilegur og eru ýmsar starir stundum ríkj- andi í stað grasa þar sem fitjar liggja að votlendi. Gróður á fitjum, þar sem ísalt vatn fellur yfir (t. d. við árósa) getur liins vegar verið með allólíkum hætti. Hadac (1970) hefur kannað nokkuð strandgróður á Suðvesturlandi. Fjall- ar hann m. a. um tvö gróðursamfélög, þar sem sjávarfitjungur er ríkjandi, annars vegar með kattartungu og hins vegar með dvergaþangi. Svarar fyrra samfélagið greinilega til meginhluta fitjungsbeltisins við Gálgahraun, en hið seinna til neðsta hluta þess (1. ntynd). Það er hins vegar á misskiln- ingi byggt hjá Hadac, að þessi gróður- lendi séu í kafi í sjó í a. m. k. 5—8 klukkustundir á degi hverjum, þ. e. 20—33% tímans. Lætur nærri, að þessi svæði séu í kafi um 2—10% ársins. Smádýralíf Tafla 2 sýnir einstaklingsfjölda hinna algengari tegunda og safnhópa dýra, sem fengust í fallgildrurnar. Af töflu þessari má greina að dýralíf breytist ört, þegar lialdið er upp fitj- arnar. Er þetta einkum glöggt þegar flugvana dýr eiga í hlut, en flugur geta ferðast langar vegalengdir á ör- skömmum tíma, og er vart við því að 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.