Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 8
hafa orðið 15 gos á sama tíma. Síð- ustu 3000 árin hefur gosið 6—7 sinn- um á Kröflusvæðinu og þá oftast ná- lægt miðjum sprungusveimnum nærri rniðju öskjunnar. Skráðar heimildir eru aðeins til um eitt gos á Kröflu-Námafjallssvæði, en það er um Mývatnselda svonefnda, er stóðu aðallega frá 1724—1729 en með eftirhreytum til 1746 (Þorvaldur Thoroddsen, 1908). Þeir hófust með jarðskjálftum og sprengi- eða þeyti- gosi í maí 1724 og varð þá til gígur- inn Víti. Skjálftar og sprunguhreyf- ingar héldust næstu árin en hraungos hófust ekki fyrr en seinni hluta árs 1727 og stóðu fram í september 1729. Þá rann Leirhnj úkshraun svo og tvö smærri hraun í Bjarnarflagi og Hrossadal. Á 2. mynd má sjá út- breiðslu þessara hrauna. Þau þekja alls um 35 krn2 lands og hefur rúm- mál þeirra verið áætlað um 0,4—0,5 km3 (400—500 milljónir rúmmetra). Þetta er annað stærsta luaungos, sem orðið hefur á Kröflusvæði á nútíma. Á 2. mynd má sjá einfaldaðan upp- drátt af jarðfræði Kröflusvæðsins, með Kröfluöskjunni og sprungu- sveimnum, sem liggur í gegnum hana. Inn á myndina eru merkt nýjustu hraun, jarðhitasvæði og helstu mann- virki. Svipaðir atburðir og urðu í Kröflu- sveimnum í Mývatnseldum áttu sér stað í öskjusveimnum á seinni hluta 19. aldar. 1874 gaus tvisvar í Öskju og einu sinni í Sveinagjá. Árið áður hafði orðið vart við sprungumyndan- ir og aukna hveravirkni í sprungu- sveimnum. Ekki er getið um neinar hræringar í Kröflusveimnum í það sinn. Annálar geta um jarðskjálfta og sprunguhreyfingar í Þeistareykja- sveimnum snemma á 17. öld. Söguleg- ar heimildir benda því til þess að brotahreyfingar og eldgos verði i eld- gosabelti Norðausturlands á 100—150 ára fresti og séu þá oftast takmörkuð við einn sprungusveim í hvert sinn (Axel Björnsson o. fl., 1977). Eldgos i desember 1975 og april 1977 Hinn 20. desember 1975 hófst eld- gos við Leirhnjúk, en hann er mó- bergshryggur á miðjum sprungu- sveimnum nálægt miðri Kröfluöskj- unni. Greinargóð lýsing er til á gos- inu eftir Odd Sigurðsson (1976) og verður því hér aðeins stiklað á stóru. Samkvæmt upplýsingum frá fólki í Mývatnssveit svo og farþegum flug- véla, sem flugu yfir svæðið, mun gos- ið hafa hafist um kl. 11:08. Ljós- myndir sem teknar voru af gosinu um 30 mínútum seinna sýna að liraun- rennsli var þá þegar Itætt að mestu. Flatarmál hraunsins er ekki nema unt 3-105 m2 (30 hektarar) og meðalþykkt um eða innan við 1 m. Rúnunál hraunsins er jtví nálægt 0,3 milljón- unt rúmmetra. Þetta gos kom upp á sömu gígaröð og gaus úr í Mývatns- eldum. Hraun rann úr jtremur gígunt. Mest kom úr gíg, sem er um 800 nt norður af Leirhnjúk en tvær ntinni spýjur komti úr gígum um 2 km norð- an Leirhnjúks (2. mynd). Auk jtessara hraungíga mynduðust tveir gígar er spúðu gjalli og leirslettum. Hvera- virkni jókst nokkuð á gossprungunni, ný gufuaugu mynduðust og mikið vatn gaus upp um suma gígana eftir að hraunrennsli hætti. Virkni dvínaði 182

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.