Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 17
unnar. Með samanburði beggja línu- ritanna á 6. mynd yfir skjálftafjölda og landhæð innan öskjunnar má sjá mjög greinileg tengsl. Skjálftar eru í lágmarki eftir hvert landsig en fer að fjölga þegar land hefur náð vissri hæð og ná hámarki rétt áður en landsig hefst. 1 öll skiptin sem skjálftavirkni rén- aði á Kröflusvæði og land seig varð vart við stöðugan titring (tremor) á skjálftamælum. Þessi titringur hefur yfirleitt verið túlkaður sem afleiðing kvikurennslis neðanjarðar eða hraun- rennslis á leið upp á yfirborð. Á 4. mynd sést skjálftarit úr Reykjahlíðar- mæli dagana 19.—20. jan. 1977. Auk þessa kom einnig ávallt fram skjálfta- hrina á sprungusveimnum utan öskj- unnar nokkrum klukkutímum ellir að landsig ltófst innan öskjunnar. í lok september og í lok október 1976 svo og 20. janúar 1977 átti þessi skjálftahrina upptök í Gjástykki sunn- an og vestan Hrútafjalla. Eftir sigið 27. apríl 1977 varð aftur á móti rnikil skjálftahrina á sveimnum sunnan öskjunnar á milli Hlíðarfjalls og Hverfjalls með miðju í Bjarnarflagi. Við nánari athugun skjálftalínurita hefur komið í ljós að þverbylgjur (S- bylgjur) vantar í jarðskjálfta, er eiga upptök sín eða fara í gegnum ákveð- ið svæði i jarðskorpunni við Kröflu. Þessi staður er á 3—7 km dýpi undir jarðhitasvæðinu við Kröflu eða um það bil innan þríhyrnings með liorn- punkta í Leirhnjúki, Víti og stöðvar- húsi Kröfluvirkjunar. Þetta sýnir að á þessu svæði lilýtur að vera bráðið eða hlutbráðið berg (kvikuhólf), sem S-bylgjur komast ekki í gegrium (Páll Einarsson, 1976). Sp ru ngu h reyfinga r, breytingar á jarðhitasvœðurn Eftir gosið í Leirhnjúk í desember 1975 og í jteim jarðhræringum, sem því voru samfara, varð vart við sprungumyndanir og lneyfingar á sprungum á Leirhnjúkssvæðinu og í suður þaðan allt suður undir Hver- fja.ll. Þessar hreyfingar voru mestar næst Leirhnjúki og þar norður af, en virtust fara minnkandi eftir því sem sunnar dró. Stefna sprunganna var yfirleitt um 20° til austurs frá norðri. Gengið var kerfisbundið þvert á sprungusveiminn á allmörgum stöð- um og breytingar á einstökum sprung- urn mældar bæði lóðréttar hreyíingar eða misgengi svo og láréttar hreyfing- ar eða bein gliðnun. Með því að leggja saman breytingar á einstökum sprungum má fá grófa hugmynd um heildarhreyfingu sprungusveimsins á viðkomandi stað. Á Leirhnjúks- Kröflusvæðinu mældist lteildargliðn- un vera um 70 cm og á einstökum sprungum sáust misgengi allt að 60 cm. Sunnan öskjunnar á milli Náma- ljalls og Mývatns var gliðnunin ein- ungis 5—10 cm. 1 Kelduhverfi varð hreyfingin mun meiri eða um 1,5 m gliðnun á 30—40 sprungum ásamt landsigi, er nam að minnsta kosti 2 m (Oddur Sigurðsson, 1976; Eysteinn Tryggvason, 1977). Til þess að fylgjast með hugsanleg- um lireyfingum á þessum sprungum, var í febrúar 1976 komið fyrir mæli- útbúnaði á 13 stöðum á svæðinu á milli Reykjahlíðar og Námafjalls, á 9 stöðum við Leirhnjúk og 3 mælum við Kröflubúðir. Rör voru fest niður á sprungubarmana sitt hvoru megin við sprunguna. Síðan var fjarlægðin 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.