Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 6
2. mynd. Eldborg i Hnappadal séð frá austri. Á myndinni sjást fjórir gígir: Rauð- hóll næst, þá Litla Eldborg, Öxl og Eldborg fjærst. — Eldborg in Hnappadalur seen from the east. Four craters can be seen. runnið við lægri sjávarstöðu en nú er. Þarna vestur af liggur hraunið út í sjó á um 2.5 knr kafla, lengst um 2 km fram. Hraunið virðist ekki hafa runnið út í vatn, þar sem við slíkar aðstæður hefði það haft tilhneigingu til að renna meðfram ströndinni, líkt og gerðist í Surtseyjargosinu. Ef hraun rennur yfir blautan sand myndast gervigígar í því (Sigurður Þórarins- son, 1951), en þeirra verður ekki vart í Eldborgarhrauni. Hraunið virðist því hafa runnið á þurru. Sjávarstað- an hefur þá verið a. m. k. 2 m lægri en nú er og líklega talsvert lægri (5 m eða meira), og ströndin legið við Gömlueyri eða utar. Borgarlækur liefur grafið sig um 2 m niður með hraunjaðrinum á nokkuð löngum kafla (3. mynd). Þar hefur hraunið runnið út yfir lagskipt- an sand og möl, sem er innan við 2 m á þykkt og þar undir er grár jökul- leir með skeljum í. Engar gróðurleif- ar finnast undir hrauninu á þessurn stað. Annars staðar hefur ekki tekist að komast undir hraunið. Eitt hraun eða tvö? Jóhannes Áskelsson (1955) leiddi rök að því, að Eldborgarhraun væri tvö hraun, runnin í tveimur gosum með nokkru millibili. Helluhraunið væri eldra, og Bruninn (og Borgin) yngri. . Þrjú lielstu rök Jóhannesar voru: 1) gróðurmunur hraunanna, 2) bergfræðilegur munur hraunanna og 3) mismunandi segulstefna þeirra. Gróðurfari hraunsins hefur verið 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.