Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 8
Höfundur hefur athugað 10 berg- þynnur af sýnum úr báðum hraun- unum og úr Eldborginni. Munurinn milli hraunanna er ekki eins mikill og Jóhannes vill vera láta. Hraunið er plagíóklas- og ólivíndílótt, en stærð díla og fjöldi er breytilegur. Dílarnir eru þó yfirleitt fleiri og stærri í Brun- anum. f helluhrauninu eru ólivíndíl- arnir frá 0.3 upp í 1.5 mm að stærð, en plagíóklasdílarnir eru ívið stærri eða allt að 2 mm. Grunnmassinn er vel kristallaður og yfirleitt með inter- granúlar mynstri (textúr), en subófit- ískt mynstur finnst. Bruninn er að- eins dílóttari og ólivíndílar eru allt að 3 mm í þvermál og plagíóklas allt að 3 mm á lengd. Grunnmassinn er yfirleitt vel kristallaður nema í skrof- inu ofan á hrauninu, sem er fínna og glerkenndara. Hann hefur intergra- núlar mynstur. Lítill munur er á kornastærð í grunnmassa helluhrauns- ins og Brunans. Bergið í Eldborginni er mjög blöðrótt og glerkennt, en að öðru leyti svipað hrauninu. Megin- munurinn á helluhrauninu og Brun- anum er, að gabbróhnyðlingar eru al- gengir í Brunanum en mjög sjald- gæfir í helluhrauninu. Hnyðlingarnir eru allt að 5—6 cm í þvermál og sam- settir úr plagíóklasi, klínópyroxeni og einstaka ólivíni. Stöku risa-plagíó- klaskristallar hafa og fundist (allt að 3 cm). Sterkasta röksemd Jóhannesar Ás- kelssonar fyrir því að hraunin væru tvö og misgömul var byggð á segul- mælingum sem Ari Brynjólfsson gerði (sjá Ara Brynjólfsson, 1957). Mæling- ar þessar byggðust á jtví, að segul- skaut jarðar eru á stöðugu flakki (se- cular variation) og cf staða jreirra á hverjum tíma er sett á kort, kemur fram óreglulegur ferill. Þegar hraun storknar segulmagnast jjað í samræmi við segulsvið Jress tíma. Ef ferill segul- skautanna er Jjekktur, ætti að vera gerlegt að ákvarða aldur hrauns með mælingu á segulstefnu Jress. Ari tók nokkur sýni, bæði úr helluhrauninu og Brunanum, og komst að því, að Bruninn hefur aðra segulstefnu en helluhraunið. Þessar mælingar voru bornar saman við aðrar mælingar sem Ari hafði gert, og kom í ljós, að Bruninn hafði svip- aða segulstefnu og yngstu hraunin á Meitilssprungunni á Hellisheiði, sem eins og Jóhannes orðar jjað, ,,ætla má“ að séu frá árinu 1000 (sjá og Þorleif Einarsson, 1960). í nýútkom- inni grein eftir Jón Jónsson (1977) er birt aldursgreining (C14) á yngsta hrauninu á Meitilssprungunni og reyndist J)að vera 1800—1900 ára gam- alt. Þessar upplýsingar einar kippa stoðurn undan Jjeim rökum, sem Jó- hannes reisti kenningu sína á, um að Bruninn sé frá landnámstíð. Þá má einnig geta Jjess, að árið 1972 birti Richard R. Doell niðurstöður athugana sinna á segulmögnun ís- lensks bergs. Hann kannaði meðal annars segulstefnu nokkurra hrauna sent vitað var hvenær höfðu runnið. Ætlun hans var að fá gleggri mynd af ferli Jteim sem Ari Brynjólfsson (1957) setti frarn. Doell segir um nið- urstöður sínar (í lauslegri jtýðingu): ,,Það er auðséð að hinar nýju upplýs- ingar bæta ekki miklu við (né stað- festa) feril þann sem Brynjólfsson setti fram“ (Doell 1972, bls. 466). í stuttu máli eru niðurstöður Doells þær, að segulstefna í hraunum frá 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.