Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 10
mundar hefur land sigið um 5 m síð- ustu 4500 árin (þ. e. sjór stendur nú um 5 m hærra en fyrir 4500 árum) og á tímabilinu frá 5000 til 9000 árum var sjávarstaða um 6—10 m lægri en nú. Þessar tölur eiga, eins og áður sagði, við Reykjanesskagann, en þær verða eitthvað lægri fyrir sunnanvert Snæfellsnes. Ef við göngum út frá því sem gefnu, að sjór hafi staðið 5 m neðar en nú, er Eldborgarhraun brann, þá getur það vart verið yngra en 5000 ára. Hraunið liefur þá runn- ið á tímabilinu fyrir 5000—9000 ár- um, sennilega fyrri hluta þess, þar sem ætla má, að sandar og melar hafi gróið upp tiltölulega fljótt eftir að jöklar hörfuðu af láglendi. RAUÐHÁLSAR OG RAUÐHÁLSAHRAUN í.f’gn og lýsing hrauns og eldstöðvar Rauðhálsahraun markast að norð- an af Kaldalæk, að austan af KoJ- beinsstaðafjalli, að sunnan af Skjálg- urlæk og Landbrotalæk og að vestan af Haffjarðará (1. ntynd). Rauðhálsar (4. mynd), sem hraunið er frá komið og við kennt, eru austast í því. Gígur- inn er aðeins einn og rís hæst 60—80 m yfir umhverfi sitt. Hann er 500— 600 m langur frá suðri til norðurs, en innan við 300 m breiður. í slakk- anum norðan til í gígnum er nokk- urra tuga metra djúp gígskál, sem er innan við 180 m í þvermál, en háls- arnir báðum megin við hana eru úr rauðu gjalli. Suður af gígnum er mjór vikurgeiri, sem teygir sig liðlega einn kílómetra út á hraunið. Næst gígnum ber mest á helluhrauni, en úfið apal- hraun tekur við er fjær dregur. Hraunjaðarinn er víðast 10—15 m hár nema að norðaustan, þar sem liann er um 2—5 m hár. Hraunið frá Rauð- hálsununt hefur runnið upp að og líklega út á nyrstu totur Eklborgar- hraunsins við Skjálgurlæk. Það hefur líka runnið út á Gullborgarhraun á nokkrum stöðum við Kaldalæk. Hraunkvikan hefur runnið eftir upp- hleyptum rásum (hrauntröðum), sem ýmist eru opnar eða lokaðar. Rásirnar eru þröngar næst gígnum en víkka er fjær dregur. Tveir óbrennishólmar eru í hrauninu vestanverðu (1. mynd). Sá nyrðri og stærri nefnist Nauthólmi, en sá syðri Eldhólmi. Bergið er nokk- uð þétt og ólivíndílótt. Dílarnir eru oftast 0.5—1 mm að stærð, en þeir stærstu ná 3 mm. Grunnmassinn er nokkuð fínkornóttari en í Eldborgar- hrauninu, vel kristallaður og hefur intergranúlar mynstur. Fáeinir súrir Itnyðlingar hafa fundist í hrauninu. Gossaga og aldur Rauðhálsahrauns Ekki hafa fundist merki um fleiri en einn gíg. Líklegt er þó, að gosið hafi hafist á stuttri sprungu, eins og títt er, og síðan dregist saman í einn gíg. í upphafi gossins var töluverð kvikustrókavirkni og barst askan til suðurs undan norðlægri átt. Athuguð voru liðlega eitt hundrað jarðvegssnið á svæðinu sunnan Rauðhálsahrauns og austan Eldborgarhrauns. Mæld var þykkt öskulagsins og kornastærð þess. Öskugeirinn er sýndur á 5. mynd ásamt þykkt öskunnar, og fjögur snið- anna eru sýnd á 6. mynd. Geirinn hefur tvo þykktarása. Næst hrauninu er askan þykkust um 6—15 cm, en þó 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.