Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 13
og vestan byggðarinnar finnst annað öskulag í jarðvegssniðum (6. mynd). Það er um 10—20 cm neðar en ösku- lagið frá Rauðhálsum. Lagið er fín- kornótt, gráleitt og 0.3—2.5 cm á 1 jykkt. Undir því eru iðulega lurkar í mónum. Þetta lag var rakið að Rauðamelskúlum, þar sem það er nokkrir metrar á þykkt. Geislakols- aldur þess er um 2600 ár (Kristján Sæmundsson, 1966) og er Rauðhálsa- lagið því nokkru yngra. í nær öllurn þeim jarðvegssniðum sem athuguð voru í Hnappadal korna fram glögg litaskipti, sem verða einmitt um eða rétt neðan við öskulagið frá Rauð- hálsum. Neðan við það er svartur mór, en ofan við brúnn mór (6. mynd). Þessi litaskipti hafa verið tal- in marka áhrif húsetu manna í land- inu (Þorleifur Einarsson, 1974). Ofan- greind atriði benda eindregið til, að Rauðhálsahraunið hafi runnið um eða skömmu eftir landnám. ÞJÓÐSAGA OG RAUNVERULEIKI 1 Sturlubók stenclur: „Þá var Þórir gamall ok blindr, er hann kom út síð um kveld ok sá, at maðr rþri útan í Kaldárós á járnnökkva, mikill ok illi- ligr, ok gekk þar upp til bæjar þess, er í Hripi hét, ok gróf þar í stöðuls- hliði; en um nóttina kom þar upp jarðeldr, ok brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin.“ Menn hafa ekki verið á eitt sáttir hvort einhver sannleikskjarni væri í þessari forneskjulegu sögn. Allir liafa þó verið sammála um, að með Borg- arhrauni eigi höfundur Landnámu 6. mynd. Fjögur dæmigerð jarðvegssnið sunnan Rauðhálsahrauns. Staðsetning sniða er sýnd A 5. rnynd. — Four typical soil projiles jrom the area south of Rauðhálsar in Hnappadalur. Localions oj profiles are shown on Fig. 5. 139

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.