Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 14
við Eldborgarliraun og hefur Ólafur Lárusson (1945) stutt það óyggjandi rökum. Þorvaldur Thoroddsen (1911) taldi hraunið vera runnið lijngu fyrir landnám og var sú trú flestra uns Jó- hannes Áskelsson (1955) setti fram þá kenningu, að Eklborgarhraunið væri tvö hraun og misgömul, annað for- sögulegt, en hitt runnið á landnáms- öld. Jóhannes taldi því sögnina geta átt við síðara gosið. Síðan hafa flestir tekið upp skýringu Jóhannesar án frekari umþenkinga. Meðal annarra hefur Þorleifur Einrsson (1970) tekið þetta upp í grein sína um jarðfræði Hnappadalssýslu. Höfundur þessarar greinar telur sig liafa fært gild rök fyrir því, að Eldborgarhraunið sé að- eins eitt og forsögulegt. Ef kenning Jóhannesar er rétt, getur bærinn í Hripi vart hafa staðið út í rniðju, gróðurvana, „eldra" hrauninu. Við verðum að ætla forfeðrum vorum betri hlut, ekki síst framan af. Aftur á móti á sögnin að þessu leyti mun betur við RauðháJsahraunið. Það hef- ur runnið út yfir gróið land. Töluverðar breytingar hafa orðið á landslagi er Rauðhálsahraun brann. Það hefur þrengt Kaldalæk norður á bóginn, upp að og upp á Gullborgar- hraun, en hann hefur áður runnið sunnar. Við þetta hefur afrennsli svæðisins breyst og lækir og kvíslar, sem fallið hafa í Kaldalæk af svæð- inu milli Hrafnatinda og Mýrdals, Iiafa nú líklega afrennsli undan hrauninu við Haffjarðará. Dalurinn sunnan Heggstaðamúla lieitir Haf- fjarðardalur, og þar er og Haffjarðar- gil. Þessi örnefni ollu Ólafi Lárussyni (1945) nokkrum heilabrotum, jjar sem cngar heimildir eru um, að Haffjarð- arey hafi nokkurn tíma átt þar land eða ítiik. Ólafur varpaði fram þeirri hugmynd, að Kaldilækur hafi upp- runalega heitið Haffjarðará. Áin hafi heitið svo frá sjó og alla leið upp í Haffjarðardal, en áin milli Kalda- lækjar og Höfða heitið einhverju öðru nafni, e. t. v. Laxá. Ef þetta er rétt, er ekki ólíklegt, að nafnabreyt- ingin liafi átt sér stað eftir að Rauð- hálsahraunið rann og breytti farvegi árinnar. Ef gengið er út frá því sem vísu, að í sögninni í Landnámu sé sann- leikskjarni, sem eigi við Rauðhálsa- hraun, má reyna að ráða af henni hvenær hraunið rann. Landnám er talið hefjast á íslandi um 874 og ljúka um 930 með stofnun Þjóðveldisins. Talið er, að meginþorri landnáms- manna hafi komið út á árunum 890— 910. Ætla verður að Sel-Þórir hafi numið land á þessu tímabili, fremur fyrri hluta þess en seinni. Samkvæmt sögninni hefur hann verið ungur að árum, er merin Skálm lagðist undan klyfjum við Rauðamel. Ef hann hef- ur verið um tvítugt um árið 900, þá hefur jarðeldurinn líklega brunnið um eða eftir miðja tíundu öldina eða um 950—970. Karl hefur þá verið um 70—80 ára gamall. Þetta kemur líka heim og saman við jarðvegssniðin, sem sýna að áhrifa búsetu var farið að gæta er askan féll. Sögnin, sem upphaflega hefur átt við Rauðhálsa og Rauðhálsahraun, hefur því færst yfir á Eldborg og Eld- borgarhraun, líklega vegna formfeg- urðar hennar. Þessi færsla hefur átt sér stað áður en Landnáma var rituð. Höfundur vill að lokum þakka 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.