Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 17
I. mynd. Fitjasef (Jnncus gerardii Loi-
sel.), byggt á eintökum úr Leiruvogi. Til
vinstri blómskipun og efri hluti stönguls;
til hægri að neðan hluti jarðstönguls og
neðstu hlutar sprota, að ofan blóm, mik-
ið stækkað. — Juncus gerardii Loisel.,
based on Icelandic specimens.
blómgun var hafin 31. ágúst 1977.
Engin þroskuð aldin fundust þrátt
fyrir leit síðla liausts 1976.
I óshóhnunum fyrir botni Leiru-
vogs eru víðáttumiklar sjávarfitjar, að
mestu fremur þurrlendar og vaxnar
túnvingli (Festuca rubra) og skriðlín-
gresi (Agrostis stolonifera) með hrossa-
nál (Juncus arcticus) á blettum. Suð-
vestantil í óshólmunum eru votlend-
ar fitjar þar sem vætusef (Elcocharis
uniglumis) er víðast hvar ríkjandi á
beltinu frá meðalflóðmörkum upp
undir meðalstórstraumsflóðmörk. —
Fitjasefið vex þarna á nokkrum blett-
uni í svipaðri hæð og vætuseí, eða
nánar tiltekið á bilinu 347—402 cm
ofan 0-punkts Sjómælinga, þó mest
ofan við 360 cm (2. rnynd). Tvær
stærstu fitjasefsbreiðurnar (alls um
200—300 m2) eru í stórum hólma
neðst í Köldukvísl (3. rnynd), en auk
þess vex sefið á 3 smáblettum (urn
1—20 m2) í landi skamrnt frá hólm-
anum.
Gróðurfar fitjanna er tíglótt og
verður að nokkru skýrt með belta-
skiptingu eftir sjávarstöðu (sbr. 2.
mynd). Aðrir þættir eru þó greini-
lega þýðingarmiklir, m. a. fjarlægð
frá kvíslunr og vatnsborðshæð í jarð-
vegi. Fitjasefið vex eingöngu næst
kvíslunum; í sömu hæð er túnvingull
ríkjandi á þurrari stöðurn, en vætu-
sef þar sem votlent er. Inni á fitinni
er sjávarfitjungur víða ríkjandi á
blettum, einkum næst smátjörnum.
Hæðarmörk sjávarfitjungs inni á ós-
hólmunum eru þó nriklu þrengri en
rétt utan við ósasvæðið, e. t. v. vegna
lágrar seltu og samkeppni við aðrar
tegundir.
í fitjasefsbreiðununr er fitjasefið
nær einrátt. í stærstu breiðununr lief-
ur sefið 90—100% þekju, en auk þess
er þar vottur af túnvingli og stjörnu-
arfa (Stellaria crassifolia). í syðstu og
votustu breiðunni er vottur af hálnr-
gresi (Calamagrostis neglecta) og
skriðlíngresi (Agrostis stolonifera)
innan tinr fitjasefið.
Ein uppskerunræling var gerð á * 1 /8
nr2 á völdum stað í stærstu fitjasefs-
breiðunni 23. septenrber 1976. Reynd-
ist ofanjarðaruppskera (g þurrvigt á
nr2) senr hér segir: íitjasef 615,
stjörnuarfi 1, sina 257. Er þetta svipuð
uppskera og af nrelgresi (Elymus ar-
143