Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 23
Ævar Petersen: íslenskar teistur endurheimtar við Grænland og erlend teista við Island Teista er svartfuglstegund, sem al- geng er við ísland. Hún verpur allt umhverfis iand (Finnur Guðmunds- son 1953), þar sem skilyrði til varps eru fyrir hendi. Teistur sækjast eink- um eftir að verpa í urðum eða klett- um með sjó fram, eða þá í eyjum. Hörring (1937) safnaði teistum við Island og kornst að þeirri niðurstöðu, fyrstur manna, að íslenskar teistur væru nægilega frábrugðnar teistum annars staðar í heiminum til að réttlæta, að um sérstaka deili- eða undirtegund væri að ræða. Gaf Hörring íslensku deilitegundinni vísindaheitið Cep- phus grylle islandicus. Nokkuð er á reiki, hversu margar deilitegundir eru taldar innan tegundarinnar Cepphus grylle. Salomonsen (1944) taldi teg- undina hafa 7 deilitegundir, en Storer (1952) áleit aðeins 6 jDeirra réttlætan- legar. Að auki taldi Agnar Ingólfsson (1961) færeyskar teistur ekki nægi- lega frábrugðnar teistum á Bretlands- eyjum og í Skandinavíu, til þess að þær gætu talist sérstök deilitegund, eins og Salomonsen (1944) hélt frarn. Hvað íslensku deilitegundina snertir hins vegar, hafa rannsóknir Salomon- sens (1944), Storers (1952) og Agnars Ingólfssonar (1961) sannreynt gildi hennar, enda eru einkennin oftast ótvíræð og áberandi, hvort heldur er að vetri eða sumri. Á þetta einkum við urn fullorðnar teistur. Það sér- einkenni, sem I-Iörring kvað íslenskar teistur liafa, var svartur taumur á ytri fjaðrajöðrum svokallaðra stór- þaka í hvíta vængreitnum. Þetta ein- kenni sést vel á 1. mynd með grein Finns Guðmundssonar frá 1953 um lifnaðarhætti teistunnar. Utan varptíma sjást teistur með ströndum fram umhverfis landið, svo sem komið hefur í Ijós í hinum ár- legu fuglatalningum, sem Náttúru- fræðistofnun íslands skipuleggur milli jóla og nýárs (óbirtar upplýsingar á Náttúrufræðistofnun). I reynd gætu þessar vetrarteistur verið bæði af ís- lenskum og erlendum uppruna. ís- lenskar teistur ltafa þó löngum verið taldar algerir staðfuglar (sbr. Timm- ermann 1949, Finnur Guðmundsson Náuúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977 149

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.