Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 29
Vatnaklukkueettin (Haliplidae)
Haliplus fulvus Fabr. Vatnaklukka.
Þessi tegund finnst í öllurn landshlut-
um nema á Vestfjörðum, en er frekar
strjál. Hún er aðallega í gróðri í
straumlitlum lækjum, vötnum og
tjörnum. Bjallan helur fundist frá
miðjum apríl fram í ágúst. Hún virð-
ist vera algengust í júlí og ágúst.
Vatnskettir hafa fundist á haustin og
vorin frarn á mitt sumar. Þeir eru
orðnir fullvaxnir í september. Lík-
legt er að bjallan verpi eggjum í júlí
og ágúst. Bjallan og vatnskötturinn
nærast á jtörungagróðri.
Brunnklukkueettin (Dytiscidae)
Fjórar tegundir jressarar ættar hafa
fundist hérlendis. Þær eru allar rán-
dýr, bæði á lirfu- og bjöllustigi.
Hydroporus nigrita Fabr. Lækja-
klukka. Hún er algeng um allt land
í alls konar vötnum, ])ó ekki straum-
hörðum. Hún hefur meira að segja
fundist í laugum allt að 32° C og í
ísöltu vatni (1%C). Bjallan hefur fund-
ist frá mars til september og dvelst
tegundin líklega á þessu stigi yfir vet-
urinn. Fullvaxnir vatnskettir hafa
fundist í júlí og ágúst. Það er jtví
líklegt að vaxtartími þeirra fari sam-
an við heitasta tíma sumarsins.
Agabus bipustulatus solieri Aubé.
Brunnklukka. Hún er mjög algeng
um allt land í flestum gerðum vatna,
einnig í lækjum og árn sem eru ekki
mjög straumharðar. Hún hefur einnig
fundist öðru hverju í ísöltu vatni
(sjávarlónum). Bjallan hefur fundist
allan ársins hring og vatnskötturinn
aðallega í júlí og ágúst, en einnig í
maí og júní (fyrsta stig). Fullvaxnir
vatnskettir hafa fundist ásamt bjöll-
um í mars. Þroskun vatnskattanna
fer jtví aðallega fram á heitasta tíma
ársins. Flestir einstaklingar tegundar-
innar eru á fullorðna stiginu á vet-
urna, en nokkrir eru á lirfustigi.
Agabus uliginosus L. Tjarnaklukka.
Þessi tegund liefur aðeins fundist að
Hálsi í Berufirði. Fyrst fannst hún
1935 (Larsson og Gígja, 1959) og Hálf-
dán Björnsson á Kvískerjum fann
hana jtar aftur í september 1970. Hún
var Jtar í gróðurríkum polli 400—500
m y. s. Ekki tókst að fá vatnsketti
þessarar tegundar eða afla lýsingar á
þeim.
Colymbetes dolabratus thomsoni
Sharp. Grænlandsklukka. Hún finnst
um allt land, en er sjaldgæfust á Suð-
ur- og Suðvesturlandi. Hún er algeng-
ust í gróðurríkum pollum og finnst
ekki í straumvatni. Bjallan hefur
fundist frá júní fram í september og
er algengust í ágúst. Vatnskettirnir
hafa fundist á sarna tíma, en eru al-
gengastir í júní. Liklegt er að flestir
einstaklingar tegundarinnar lifi yfir
veturinn sem vatnskettir, sem verða
að bjöllum um mitt surnar, en einnig
að nokkrir séu á bjöllustigi yfir vetur-
inn og verpi eggjum að vori. Fyrsta
stigs lirfur hafa fundist í júní og
ágúst, annars stigs í júní og ágúst—
september, og Jrriðja stigs í júní—
júlí og september. Ólíklegt er að bjöll-
ur sem klekjast úr eggjum í júní nái
jtví að verpa eggjum sama sumar.
Greiningarlyklar
Vatnabjöllur einkennast eins og
aðrar bjöllur á Jtví, að framvængir
eru umbreyttir í hlífðarskildi (skjald-
155