Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 31
1. mynd. Vatnabjöllur. a) Haliplus ful-
vus Fabr., b) Hydroporus nigrita Fabr.,
c) Colymbetes dolabratus thomsoni Sharp.,
d) Agabus bipustulatus solieri Aubé, e)
mynstur á bakskildi A. b. solieri Aubé, f)
mynstur á bakskildi A. uliginosus L.
vængi) og afturvængirnir eru lagðir
saman undir þeim. Helst væri hægt
að rugla þeim saman við tjarnatítu
(Arctocorisa carinata C. Sahlb.).
Framvængir tjarnatítunnar eru harð-
ir að hluta, en munnpartar eru um-
myndaðir í harðan rana, sem liggur
aftur undir dýrið. Bjöllur og vatns-
kettir hafa hins vegar vel þroskaða
kjálka. Vatnskettir eru auðgreindir
frá öðrum skordýralirfum í vatni. Þeir
greinast frá vorflugulirfum á ]>ví að
vorflugulirfur byggja um sig sívaln-
ingslaga hús sem þær bera með sér
hvert sem þær skríða. Vatnskettir eru
greindir frá tvívængjulirfum á því,
að hinar síðarnefndu hafa enga fætur,
og ungviði steinflugna (Capnia vidua
Kap. (Plecoptera)) og dægurflugna
(CAo'éon simile Etn. (Ephemeroptera))
hafa vængpoka á baki. Fyrrnefnda
tegundin hefur tvo hala aftur úr sér,
en hin síðarnefnda þrjá.
Orðskýringar:
Ristarliðir (tarsus): Ystu liðir fóta
utan við fjórða lið.
Koxa: Stofnliður hvers fótar.
Hyrna (scutellum): Sá hluti bakskjald-
ar (tergum) á miðlið bols (meso-
thorax), sem sést á sumum tegund-
um sem lítill þríhyrningur milli
fremsta bakskjaldar (prothorax) og
skjaldvængja.
Fálmarar (antennae): Fyrsta par út-
2. mynd. Vatnskettir. a) Haliplus fulvus Fabr., b) Hydroporus sp. (eftir teikningu
Macans (1959)), c) Agabus bipustulatus solieri Aubé.
157