Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 34
Sigurvin Elíasson:
Molar um Jökulsárhlaup
og Asbyrgi
Inngangsorð
Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi liafa hin
síðari ár vakið athygli náttúrufræð-
inga og annarra ferðalanga, enda
furðuverk. Kunn er sú niðurstaða Sig-
urðar Þórarinssonar (1959, 1960), að
Jökulsá á Fjöllum hafi runnið til Ás-
byrgis þar til fyrir um 2500 árum.
Haukur Tómasson og Kristján Sæ-
mundsson, jarðfræðingar hjá Orku-
stofnun, birtu samtímis ritgerðir
(1973) og voru á einu máli um Jrað,
að Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi hefðu
að mestu grafist í tveimur ógurlegum
stórhlaupum, s.k. hamfarahlaupum
— hinu fyrra fyrir meira en 7100 ár-
um, hinu síðara fyrir um 2500 árum.
Þá greindi á, hvort hlaupið hefði ver-
ið meira. Kristján taldi að fyrra hlaup-
ið hefði áorkað sýnu meira og grafið
Ásbyrgi, að frátalinni totu innst í
botni, og líka þrönga dalinn 20 knt
uppi í Gljúfrum, milli Þórunnarfjalla
ogSauðafells (Sveigar, Forvöð, Hólma-
tungur). Hið forna risahlaup virðist
Jiann tengja jökulhopun á hálendinu
í lok ísaldar (Kristján Sæmundsson,
1973).
Haukur taldi að síðara hlaupið
hefði verið miklu mest, ósvikið ham-
farahlaup með hámarksrennsli ekki
undir 400—500 þús. m;!/sek. Hefði
jiað í striklotu grafið Jökulsárgljúfur,
að meðtöldu Ásbyrgi, í höfuðdrátt-
um eins og þau eru nú á dögum.
Hann samdi líkan af geysimiklum
vatnsgeymi inni á miðjum Vatnajökli,
lóni milli fjalla, sem nú eru undir
jökli, til Jress að hýsa vatnið og hafði
til hliðsjónar Jrá skoðun Sigurðar Þór-
arinssonar (1956, 1964), að jöklafar á
miðhálendinu ltefði þá verið frá-
brugðið Jrví sem nú er. Risahlaup
þetta gat þá verið í tengslum við
jöklagang á kuldaskeiðinu, sem hófst
600—700 árum f. Kr.b. Eldgangur í
Kverkfjallakvos eða jafnvel í Gríms-
vatnakvos kæmi til greina. Um fyrra
hamfarahlaupið var hann fáorður
(Haukur Tómasson, 1973). Frumhug-
myndina um hamfarahláup í Jökuls-
árdal á Haukur.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur,
sem mörg sumur vann við Jökulsá,
virðist samjjykkur meginkenningum
Jreirra Hauks og Kristjáns, eða gerir
engar athugasemdir (1975).
Mín kynni af Jressum gljúfradölum
Náttúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977
160