Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 37
1. mynd. Grettistök á hraunhvolfum í Ásheiði. — Erratic blocks resting on knolls of pahoehoe lava in Asheidi. Klappir — straumgnúðar eða jökulsorfnar? Kristján Sæmundsson fann hátt á Eyjunni í Ásbyrgi „gnúðar klappir, sem í engu eru frábrugðnar jökul- sorfnum klöppum" (1973, bls. 52) og bendir einkutn á stakt holt, auðþekkt af vörðu. Er niðurstaða hans sú, að þessar flúðir liafi mótast og rákast í straumi hamfarahlaups fyrir meira en 7100 árum. í heiðinni þarna eru bæði þvegnar klappir og rákaðar og rná greina 2—3 gerðir og skiptingu eftir svæðum, þ. e. 1) straumgnúðar klappir, 2) jökulsorfnar klappir og 3) jökulsorfnar klappir, sem hafa sand- fágast og/eða lent í vatnsflóðum. Straumgnúðar klappir (2. mynd) eru í flóðfarvegum Jökulsár syðst sem nyrst. Það eru fágaðar klappir með ávölum brúnum, bryggjunt og hnjót- um, smáskálum og holum. Safn af straumgnúðum klöppum er að finna í Kvíafarvegi og stöllum í Gljúfrun- um. Þar sem straumur hefur verið yfrið jryngstur kemur fram mjög stór- gert afbrigði slíkra klappa, með stór- um skálum og liáum hryggjum, sem enda oft í hnúðum (2. mynd). Víðir skessukatlar eru þar oft. Allvíða nærri fossbrúnum er |)etta grófa afbrigði þéttfínrispað í straumstefnu — hár- fínar rispur. Þessi grófa klappagerð er algengust nærri brúnum fornra stórfossa, s. s. á Botnsbrún Ásbyrgis og brúnum Kvía (þurr fossglúfur í samnefndum farvegi). Klappir þessar eru mjög frábrugðnar jökulsorfnum klöppum. Jökulsorfnar klappir (3. rnynd) finnast hér allvíða, bæði á hálendi og láglendi, þ. á m. dreift í Ásheiði. 163

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.