Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 38
I’etta eru líka fágaðar flúðir, oft slétt-
ar klappir, stundum kúpt hvalbök,
oftast með skýrum, misgrófum rákum.
Höfuðstefna ráka á lægri stöðum í
öxarfirði er NV—SA, en á hærri heið-
um V—A. Einhlítar jökulrákir finnast
allvíða á Stóravítishrauni í Keldu-
hverfi, einkum austan og norðan til
(sjá kort), t. d. hjá Hólunum 2—3 km
sunnan Áss (N-S, NNV-SSA), suð-
vestan Áss á barmi Ásbyrgis (NNV—
SSA), á Eyjunni (NNV-SSA), í heið-
inni 1—6 km í suður og suðvestur frá
Tóvegg (NV—SA), milli Hæringsstaða
og Tóveggjar og holtum við Tóveggj-
artún (N—S), á holtum hjá Ávegg,
2 km norðan Tóveggjar (N—S) og á
Svínadalsbrúnum 5—15 km suður í
Ásheiði (NV-SA).
Elestir eru þessir staðir utan við
flóðasvæðin, en 2—3 á háurn hólmum
inni á þeim. Innan urn jökulflúðirn-
ar eru jafnframt órnáðir reipahrauns-
flákar í meirihluta og liggja oft við
hlið hinna með 25—100 m millibili
án nokkurs hæðarmunar (t. d. hjá
Tóvegg). Bæði suður og norður af
Tóvegg er augljóst, að rákaflúðirn-
ar laga sig á engan hátt eftir minni-
háttar mishæðum í landslagi, heldur
stefna Jrvert yfir 10—12 m háa hraun-
hóla og hjá Ávegg yfir 20 m há holt.
Þetta eru slípaðar og rákaðar flúðir,
gjörólíkar klöppum í flóðfarvegunum.
Nú skal minnst á þá vafastaði, þar
sem Kristján taldi sig finna „straum-
rákaðar klappir". 1 myndatextum
með grein sinni gerir hann mun
tveggja gerða af rákaflúðum þarna,
annars vegar klappa með skýrum rák-
2. myncl. Straumgnúðar klappir á Botnsbrún Ásbyrgis (slæni birta íletur myndina).
— Stream-eroded rocks in the Kviar channel to Asbyrgi (light conditions flatten the
surface ).
164