Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 39
3. mynd. Jökulflúð á Eyjunni í Ásbyrgi. — Glacial striate on the Eyjan Island in
the Asbyrgi Canyon.
urn, sem „eru í engu frábrugðnar
jökulsorfnum klöppum" og „finnast
óvíða kringum Ásbyrgi" og hins veg-
ar „sléttheflaðra klappa með fremur
grunnum og óskýrum rákum“ og eru
„algengar kringum Ásbyrgi“. Hvort
tveggja telur hann þó vera „straum-
rákaðar klappir".
Fyrrnefnda gerðin eru dæmigerðar
jökulflúðir, eins og þær finnast ann-
ars staðar í Ásheiði og víðar. Síðari
gerðin finnst þarna á fáeinum stöð-
um og alls staðar innan um einhlítar
jökulflúðir, t. d. hjá áðurnefndum
vörðuhól á Eyjunni, á NV-hluta Eyj-
unnar og austurbarmi Ásbyrgis, þar
sem mikill uppblástur er vegna sand-
hauga og vatn hefur líka skolað um
klappir. Slíkar flúðir eru mjög al-
gengar uppi á Hólssandi, þar sem
gnótt er jökulflúða og mikill upp-
blástur. Er líiill vafi á, að jressar
„óskýru rákaklappir" eru veðraðar
jökulflúðir, enda hefur sandfok oft
verið talsvert kringum Ásbyrgi og
vatnsskvettur í flóðum. Vera má að
það villi um fyrir Kristjáni, að allt
í kring eru ummerki mikilla flóðham-
fara, en auk þcss styðja jtæi’ prýði-
lega við bakið á hugmynd hans um
hamfarahlaup, sem gróf Ásbyrgi fyrir
meira en 7100 árum. Rákaflúðalroltin
á Eyjunni hafa lengstum staðið upp
úr hinum ntiklu Jökulsárflóðum og
tilheyra rákakerfi, sem einkum hefur
varðveist utan flóðdalsins og er eldra
en stórhlaupin.
Jökulmenjar frá Hólkotsskeiði
i Asheiði
Bogamyndaðir jökulgarðar og ráka-
klappir eru á Svínadalsbrúnum, 5—15
165