Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 46
að hlaupið sem lilóð hjallana ofan á
ógrafið hraunið hafi náð rennsli um
400 þús. m3/sek. (Tómasson, 1973).
í Ásbyrgi hljóp hlaupið mest í
vesturgljúfrið og vesturbarma Jress og
voldugur flaumur niður Geitadal.
Hefur lögun Kvíafarvegs og Ásbyrgis-
gljúfra ráðið Jjcssu og aðalgljúfrið
verið vesturgljúfrið, beint við flóð-
farveginum. Straumhart kvíslavatn
hefur ]jó flæmst um rimann milli
austurgilsins og Ástjarnar, austurgilið
að líkindum verið þröngt, en samt
nokkuð langt. Ummerki síðasta
hlaupsins sýna, að þegar |>að hljóp
ofan var botn austurgljúfursins á móts
við Eyjaroddann eða litlu sunnar.
Hlaupið fór að sjálfsögðu einnig í
Landsgljúfur, sbr. ummerkin í Rauf-
um (snið VIII). Farvegur hlaupsins í
Kvíafarvegi er a. m. k. 300 m breið-
ari en síðasta stórhlaups og breiddist
meira til vesturs og norðurs frá Lands-
gljúfrum sunnarlega (sjá kort).
Snið sýna, að Ijósa H3-askan hefur
víðast livar fallið á lítt gróið flóðset-
ið. Má af Jjví marka að flóðsetið sé
aðeins lítið eitt eldra en askan. Verð-
ur ekki farið nær um aldur hlaupsins
að svo stöddu, og hefur Jjað farið
niður Jökulsá fyrir á að giska 3000
árum.
Harnfarahlaup í Jökulsárdal
fyrir um 2000 árum
Fyrir um 2000 árum fór geysistórt
hlaup niður Jökulsá. Skolaði Jjað að-
eins yfir suma hæstu hjalla í Forvöð-
um og á Svínadal og klofnaði sem
fyrri stórhlaup norðan Hljóðakletta
í tvær meginálmur. Ofan við mynni
Landsgljúfra flæmdist flóðið yfir rúm-
lega 2 km breitt svæði og svipað ofan
við Ásbyrgisbotn, með smáhólmum
(sbr. t. d. snið XIX).
Rás hlaupsins markast af grjótum
og Jjunnum jarðvegi meðfram Jök-
ulsá, Jjar sem ekkert Ijósu Heklulag-
anna finnst (sjá snið XVII—XXV). í
höfuðdráttum fór hlaupið í far
hlaupsins um 1000 árum áður og
[jurrkaði út mörg ummerki Jjess, nema
Jjar sem fyrra hlaupið fór hærra í
brekkur, t. d. í Forvöðum, eða breiddi
meira úr sér, t. d. í Kviafarvegi og
suðvestan Meiðavalla. Aðalrás hlaups-
ins er milli sveigskorinna strandlína
á háu melhjöllunum frá fyrra hlaupi
frannni í gljúfrum. Lænur og gusur
hafa Jjó víða skolast yfir þá. Hlaupið
komst ekki að neinu ráði vestur fyrir
Ásbyrgisgljúfur og Meiðavelli, aðeins
skvettur upp á vesturbrún gljúfr-
anna og niður Geitadal (snið XXIII).
Jarðvegur í Jjeim flóðrásum er aðal-
lega frá hlaupinu 1000 árum áður
(snið IX, XI-XII, sbr. Jjó snið
XXIII). Stafar Jjað bersýnilega af
dýpkun Kvíafarvegs og víkkun og
lengingu Ásbyrgis í fyrri hlaupum.
Sem fyrri hlaup sló Jjað úr sér austur
á bóginn, Jjegar Jjað nálgaðist Ás-
byrgisbotn, og austurjaðar flóðsins
safnaðist niður í stórt gil, sem verið
hefur þar sem nú er austurgljúfrið.
Flóðmörkin eru mjög skörp upp af
austurgljúfrinu og teygjast í örmjórri,
sveigskorinni totu út eftir austur-
barmi gljúfursins til móts við Eyjar-
oddann (5. mynd). Þar sem hlaup-
vatnið safnaðist niður í eystra gilið
hóf Jjað stórkostlegan fossgröft, sem
lyktaði með því, að Jjað gróf víða
livilft ASA í hamravegginn og gróf
jafnframt í sundur skilvegginn milli
eystra gilsins og gamla vesturgljúfurs-
172