Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 50
um, sem hlaupið hefur unnið nálægt gljúframynnunum báðum. Er það svipað og menn ætla stærstu Kötlu- hlaup verða á Mýrdalssandi, sem líka er byggt á ágiskunum. Það er engum efa bundið að tvö þessi síðustu Jökuls- árhlaup voru risavaxin, flóðalda í síð- asta hlaupinu þó líklega mest. Virðast risahlaupin hafa farið stækkandi fram eftir öldum. Punktar um myndun Ásbyrgis og Forvaðadalsins 1 höfuðdráttum hefur verið rakið, hvernig Ásbyrgi er til orðið, og skal nú minnst á nokkur önnur atriði til viðbótar. Líklega hafa fyrstu drög Ás- byrgis grafist af vatni þegar í ísaldar- lok. Mikið straumvatn, þ. á m. senni- lega hlaup, hefur runnið norður Kvia- farveg, áður en Hljóðaklettahraun stíflaði hann. Að stofni til er hann forn. Síðan grófst Ásbyrgi í stórhlaup- um, stig af stigi. Ytarlegar athuganir kringum Ás- byrgi mæla gegn kenningu Krist- jáns Sæmundssonar, að Ásbyrgi hafi grafist í hamfarahlaupi skömmu eftir ísaldarlok. Það útilokar þó ekki, að jökulhlaup, jafnvel fleiri en eitt, hafi farið þar niður á þeim tímum. Ás- tjörn hjá Ási hefur lieldur ekki graf- ist í hamfarahlaupi Kristjáns, svo sem Haukur getur sér til. Hún er i bein- um tengslum við Landsgljúfur um Ásgil, fornan hlaupfarveg. Stutt gæti það hamfarahlaupskenn- ingu Kristjáns, að hinir tígulegu sveig- ar í hlíðum Forvaðadalsins væru lík- ari bugðum eftir voldugt straumvatn en rofi daljökuls, en svo þarf ekki að vera. Ljósmyndir af skriðjöklum í þröngum dölum sýna, að far þeirra er oft bugðótt. Innsti hluti dalsins er þó nokkuð sérkennileg smíð. Gafl dalsins er brattur og misjöfn hæð hraunleifa sýnir, að bratti mikill hef- ur verið í dalgaflinum, þegar hraun- flóðið frá Randarhólum steyptist þar ofan (fossgröftur?). Það mælir þó einnig gegn tilgátu Kristjáns um gljúfrið i Forvaðadal, að jökulvatna- setið undir Réttarbjargi er allgreini- lega ofanáliggjandi lag í dalnum og gengur ekki inn á milli b:rgiaga í hlíðinni, að jtví er best verður séð. Vesturgljúfrið var liöfuðgljúfrið í Ásbyrgi þar til í síðasta stórhlaupi. Eystra gljúfrið sameinaðist hinu í j)essum volduga hamrasal, þegar hlaupvatnið rauf bergvegginn milli þeirra. Tveir botnar eru í Ásbyrgi, ytri og innri, sinn í hvorri gljúfur- álmu, fosshylur í báðum og hvöss klettanöf á milli, beint gegn Eyjar- oddanum. Hvort tveggja hið síðast nefnda er leifar bergrimans, sem forð- um aðskildi gljúfrin. Jarðskjálftasprungur hafa átt óbein- an ])átt í myndun Ásbyrgis. Um jjess- ar slóðir eru víða dreifðar sprungu- syrpur og hefur hlaupvatn Jökulsár komist í sumar, en jtær svo opnast aftur, sem sýnir rnargar hræringar á sömu sprungum. Sprungur hjá Meiða- völlum liggja skáhallt á Ásbyrgisbrún. Misgengi er um austurgljúfrið. Mis- gengi er um Ástjörn og sprungusyrpa um Landsgljúframynni. Farvegur Jökulsár norðan Selfoss stjórnast all- ur meira og minna af tektóniskum fyrirbærum. Hæð Eyjuhamarsins er um 50 m syðst, aflíðandi niður í tæpa 10 m nyrst, veggbratt standberg. Á báðum Eyjubrúnum eru miklar rastir úr

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.