Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 55
cinum. Skel þessa kuðungs er þunn og brothætt, gráhvít að lit og gljá- andi, en oft með rauðleitum flekkj- um. Hyrnan fremur stutt, grönn í end- ann. Vindingarnir 6—7, fremur kúpt- ir. Grunnvindingurinn stór, litlu lægri en hyrnan. Yfirborðið langfell- ingalaust, en með þéttstæðum og fín- gerðum, lítið eitt hlykkjóttum þver- gárurn. Lokan smá með örmiðja en þó ekki randstæðum kjarna. Formúla skráptungu: 3:6:3. Fundarstaðir flekkjakóngsins við Island eru sem hér segir: 4 eintök fundin á 66°53' N-I3°35' V, 6. 10. 1972. Dýpi 460 m. 2 eintök fundin á 65°27' N—12°02' V, 7. 1. 1975. Dýpi 170 m. Stærð: H. 4.2 cm. Br. 2.4 cm. 3 eintök fundin á 64°53' N-12°00' V, 6. 2. 1975. Dýpi 215 m. Stærð: H. 4.4 cm. Br. 2.6 cm. Utan Islands hefur tegundinni ver- ið safnað víða við strendur Noregs, við Vestur-Evrópu allt suður um Portúgal. Við Bretland finnst hún við Suðureyjar og Irland. Vestanhafs er hún kunn frá Austur-Grænlandi og Labrador. Sipho dalli (Friele) Stallakóngur Stallakóngur telst til sömu ættar og flekkjakóngur og er kuðungurinn smávaxinn með traustri skel, hvítur að lit, með þunnu hárlausu liýði. Vindingar hyrnunnar 5—6, allflat- vaxnir með bröttum eða skornum brúnum og minna því dálítiö á hyrnu mjallarkóngs. Halinn langur og grannvaxinn, lítið eitt aftursveigður. Yfirborð kuðungsins með glöggum jafnhliða þvergárum og eru ca. 12 gárur á grunnvindingnum en 5—6 gárur á hverjum vindingi hyrnunnar. Eitt lifandi eintak stallakóngs hef- ur fundist við austurströnd Islands á 64° 18' N—11°12' V, 5. febrúar 1975. Dýpi 480 m. Hæð kuðungsins (með hala) 38 mm, breidd 19 mm. Auk þess hefur 1 eintak fundist um borð í tog- ara í Reykjavíkurhöfn. Utan íslands hefur eitt dautt ein- tak tegundarinnar fundist við Austur- Grænland og eitt lifandi eintak við Lindesneshöfða í Noregi á 343 m dýpi. 2. mynd. Stallakóngur, Sipho dalli (Friele). 181

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.