Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 56
3. mynd. Gjallarhnoðri, Kellia pumila (Wood). Yfirborð vinstri skeljar og hjaraumbúnað- ur hægri og vinstri skeljar. Kellia pumila (S. Wood) Gjallarhnoðri Gjallarhnoðri telst til Törguskelja- ættar (Kelliidae) og eru skeljarnar ílangar, töluvert uppblásnar, áber- andi ójafnhliða, sléttar og gljáandi, fyrirferðarmiklar framan til, ávalar til beggja enda. Ein lítil griptönn í hægri skel og hliðartennur að framan og aftan í hvorri skel. Hjörin með liolrúmi. Tegund þessi hefur fundist á all- mörgum stöðum hér við land. Fundist hafa 12 eintök á 66°05' N, 12°21' V, 7. 2. 1975, dýpi 300-320 m: 3 eintök fundin á 64°55' N, 11°40' V, 8. 2. 1975. Dýpi 350 m. 2 eintök fundin á 63°38' N, 37°27' V, 25. 6. 1975. Dýpi 215-225 m. 3 eintök fundin á 66°41' N, 24°53' N, 1. 7. 1975. Dýpi 480 m. 2 eintök fundin á 63°48' N, 26°34' V, 4. 7. 1975. Dýpi 580-640 m. 2 eintök fengin af Reykjaneshrygg, 1. 7. 1975. Dýpi 800 m. Stærstu eintökin mældust: Hæð 2.3 mm, breidd 2.2 mm, en þau minnstu: Hæð 1.1 mrn, breidd 0.9 mm. Utan íslands hefur gjallarhnoðrinn fundist á nokkrum stöðum við Aust- ur-Grænland. Philine loveni (Malm.) Ranalaufa Ranalaufa telst til laufuættarinnar (Philinidae) og ættkvíslarinnar Phil- ine. Skelin er hálfgagnsæ og vindingar 3, en vindingarnir dyljast undir totu, sem teygir sig yfir hyrnuna á vinstri helft skeljarinnar. Munninn víður og útflattur. Yfirborðið með grófgerðu keðjumynstri. Munnarendur ótennt- ar. Eitt lifandi ranalaufueintak fékkst úr ýsumaga 20. febr. 1968 úti fyrir Vestmannaeyjum á 100—130 m dýpi. Stærð: Lengd skeljarinnar 6 mm, breidd 2.9 mm. Annað óskaddað ein- tak er til frá íslandi, en fundarstaður jtess er óþekktur. 182

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.